Guð er að vitja Íslands - God is visiting Iceland


Vakna þú Ísland, Vakna þú íslenska þjóð

 

25.12.2015 19:24

Orð um vakningu


Þetta er orð um vakningu.


Í byrjun þessa árs kom það til mín að árið 2015 væri ár gegnum brots og hvíldar í Guði. Áður en gegnumbrot verður upplifum við hið gagnstæða, mikla mótstöðu og baráttu. Við höfum mörg hver verið á þessum stað. Margir eru búnir að vera í erfiðri reynslu og finna sig jafnvel máttvana og í uppgjöf. Samt sem áður er ég sannfærður um það að mikil vitjun sé framundan fyrir söfnuð Guðs og að hún tengist því að núna er fagnaðar ár.

Hjá gyðingum er hvíldar ár á sjö ára fresti og fimmtugasta árið er fagnaðar ár. Gyðingar hafa annað almanak ár en við og byrjaði nýtt ár hjá þeim í september síðast liðinn og það endar í september á næsta ári.
Þegar fagnaðar ár var hjá gyðingum þá fengu þrælar frelsi, sakamenn náðun, og þeir sem misst höfðu eigur sínar fengu þær aftur. Eins er ég fullviss um það að Guð hafi núna settan tíma fyrir kirkju Guðs á þessu fagnaðar ári. Settan tíma fyrir gegnumbrot og úthellingu Heilags anda með öllu því góða sem fylgir.


Í Jesaja 61 kafla eru vers sem hafa alltaf blessað mig mikið og þau eiga vel við þetta.

Jesaja 61;1-8

Andi Drottins er yfir mér, af því að Drottinn hefir smurt mig. Hann hefir sent mig til að flytja nauðstöddum gleðilegan boðskap og til að græða þá, sem hafa sundurmarið hjarta, til að boða herteknum frelsi og fjötruðum lausn,
2til að boða náðarár Drottins og hefndardag Guðs vors, til að hugga alla hrellda,
3til að láta hinum hrelldu í Síon í té, gefa þeim höfuðdjásn í stað ösku, fagnaðarolíu í stað hryggðar, skartklæði í stað hugarvíls. Þeir munu kallaðir verða réttlætis-eikur, plantan Drottins honum til vegsemdar.
4Þeir munu byggja upp hinar fornu rústir, reisa að nýju tóttir fyrri tíða, koma upp aftur eyddum borgum, sem legið hafa við velli í marga mannsaldra.
5Útlendingar munu standa yfir hjörðum yðar og halda þeim til haga, og aðkomnir menn vera akurmenn og víngarðsmenn hjá yður,
6en sjálfir munuð þér kallaðir verða prestar Drottins og nefndir verða þjónar Guðs vors. Þér munuð njóta fjárafla þjóðanna og stæra yður af auðlegð þeirra.
7Fyrir þá smán, er þér þolduð, skuluð þér fá tvöfalt. Í stað háðungar skulu þeir fagna yfir hlutskipti sínu. Fyrir því skulu þeir eignast tvöföld óðul í landi sínu, og eilíf gleði skal falla þeim í skaut.
8Því að ég, Drottinn, elska réttlæti, en hata glæpsamlegt rán. Ég geld þeim laun þeirra með trúfesti og gjöri við þá eilífan sáttmála.


Þessi vers hafa upp fyllst í Jesú Kristi. Jesús sagði sjálfur er hann las þessi vers Í dag hefur þessi ritning ræst í áheyrn yðar (Lúkas fjórði kafli).

þegar Skaftár hlaupið varð núna í september síðast liðinn þá heyrði ég í fréttunum að þetta Skaftár hlaup væri það lang stærsta og mesta sem hafi orðið hingað til. Skaftár hlaupið var við eldvatn og hefur það sérstæða merkingu í mínum huga, kem til með að fjalla um það einhvern tíma síðar.
Þegar ég heyrði þetta í fréttunum þá talaði Drottinn til mín að eins og Skaftár hlaupið hafi aldrei orðið svona mikið áður eins og það varð núna, eins myndi núna framundan verða svo mikil vitjun og út helling frá Guði yfir Ísland að menn hefðu aldrei áður upplifað annað eins. Við skulum því vænta mikils af Guði og setja alla von okkar á hann.

Guð talaði einnig til mín í byrjun árs 2011og sýndi mér það bæði í sýn og draumi að það væri byrjuð vakning á Íslandi eins og líst er í Esíkel 47 kafla. Ég talaði þetta út á samkomu á 90 ára afmæli Hvítasunnumanna í Vestmanneyjum og fann ég það sterkt að ég ætti segja að það væri byrjuð vakning. Takið eftir að það væri byrjuð vakning.

Í Esíkel 47 kafla er talað um fjögur fljót sem runnu undan þröskuldi hásætis Guðs. Það fyrsta náði spámanninum í ökkla er hann óð út í fljótið, það næsta í hné, það þriðja í lend og það fjórða flæddi yfir höfuð þannig að hann þurfti að synda í því.

En af hverju er vakningin þá ekki meiri núna í dag en raun ber vitni ? Af hverju er ekkert meira að gerast ef að það er byrjuð vakning? Ég spyr, getur einhver svarað því?
Skýringin gæti verið sú að flæðið er enn svo lítið, það er fyrst í ökkla. Svo í hné og svo framvegis. Guð er á eftir okkur að grafa brunna vakningar, eins og Ísak gerði er hann gróf upp brunna föður síns (1. Móse bók 21 kafli.)

Í Biblíunni stendur nálægið yður Guði þá mun hann nálægjast ykkur.
Vakning er þegar við komum inn í nánd með Guði, þegar við gefum Guði tíma, þá vekur Guð upp elskuna innra með okkur og það hefur áhrif á aðra. Jesús sagði frá hjartanu renna lækir lifandi vatns.
Vakningin byrjar í hjarta okkar. Þegar við gefum Guði tíma í bæn og lofgjörð og lestri orðsins þá verður flæðið meira.
Við höfum sennilega vel flest fundið hvernig Guð er að eiga við okkur að koma inn í meiri nánd með honum en á sama tíma þá er eins og allt annað sé að reyna að toga okkur frá því og stela hjarta okkar frá því sem skiptir máli, samfélaginu við Guð. Við höfum einnig fundið sterkt fyrir því hvernig Guð vill að við segjum öðrum frá dásemdarverkum hans, Guð vill nefnilega ná til annara með kærleika sinn í gegnum okkur. En það gerist ekki í flæði nema frá staðnum þar sem við höfum átt nánd með Guði. Það er barátta þessu varðandi. Það er barátta um hjörtu okkar. Það er barátta um það að grafa brunna vakningar.


Við sjáum það í lífi Elía eftir að hann flúði undan Jessebel er hún ætlaði að drepa hann, að hann var kominn inn í helli til að leita skjóls. Þennan flótta Elía má heimfæra upp á þæginda ramman í okkar eigin lífi er við komum okkur undan því sem Guð er að banka á hjörtu okkar að gjöra.

1. Konungabók 19:11-13 segir
Þá sagði Drottinn: Gakk þú út og nem staðar á fjallinu frammi fyrir mér. og sjá, Drottinn gekk fram hjá, og mikill og sterkur stormur, er tætti fjöllin og molaði klettana, fór fyrir Drottni, en Drottinn var ekki í storminum.
12Og eftir storminn kom landskjálfti, en Drottinn var ekki í landskjálftanum. Og eftir landskjálftann kom eldur, en Drottinn var ekki í eldinum. En eftir eldinn heyrðist blíður vindblær hvísla.
13Og er Elía heyrði það, huldi hann andlit sitt með skikkju sinni, gekk út og nam staðar við hellisdyrnar. Sjá, þá barst rödd að eyrum honum og mælti: Hvað ert þú hér að gjöra, Elía?


Við sjáum í þessum versum að Guð notar jafnvel ytri kringumstæður til að hafa áhrif á okkur og til að hrista upp í okkur. Guð ruggar bátnum er við þrjóskuðumst við því að bregðast rétt við því sem hann er á eftir í okkar lífi. Hann gerir þetta í kærleika sínum því að hann veit hvað okkur er fyrir bestu. Allt sem Guð gerir er í kærleika gjört, því að hann er kærleikur og hann veit hvað okkur er fyrir bestu. Getur verið að það sem við höfum verið að ganga í gegnum vel flest undanfarið tengist þessu á einn eða annan hátt, ég held það geti verið.

Guð var ekki í vindinum, ekki í landskjálftanum, né í eldinum, en Guð notaði vindinn, landskjálftan og eldinn til að vekja athygli Elía á sinni smáu blíðlegu rödd.
Okkur hættir svo oft til þess að fyrirlíta hina litlu byrjun, við viljum helst að allt komi upp í hendurnar á okkur án allrar fyrirhafnar. En vinir það verður ekki mikið flæði vakningar án bæna samfélags og nándar við Guð. Við þurfum að hafa fyrir því, enginn ngrefur brunn án erfiðis. Allt byrjar nefnilega smátt í Guðs ríkinu og svo eykst það smá saman.

Spámaðurinn Esíkel óð út í fljótið sem kom frá hásæti Guðs að boði Drottins. Vatnið var fyrst lítið, náði bara í ökkla en svo smá saman varð það meira og meira eftir því sem að spámaðurinn hlýddi Guði og óð lengra.

Fyrsta fljótið sem flæddi í ökkla hefur með skó fúsleikans að gera að flytja fagnaðar boðskap friðarins. Er við vöknum upp, þá þráum við meiri nánd við Guð og að aðrir eignist það sama. Við segjum öðrum frá því sem við erum að upplifa.

Fljót númer tvö hefur með bænina að gera, er við vöknum upp þá tökum við stöðu okkar í bæninni, trúboð og bæn helst í hendur og þannig verður uppskeran tekin inn með markvissri bæn og boðun á enda tímanum. Er við segjum öðrum frá og biðjum þá finnum við velþóknun Guðs.

Þriðja fljótið fór í lend, og hefur með tilbeiðslu í anda og sannleika að gera. Við þráum enn meira af Guði og kostum kapps um að þekkja hann.

Við tilbiðjum hann í anda og sannleika. Við gefum Guði meiri tíma í bæn, lofgjörð og lestri orðsins, við þráum ekkert heitar en að dvelja með honum.

Fjórða fljótið flæddi yfir höfuð og varð svo mikið að synda þurfti í því og hefur það með úthellingu nærveru Guðs og dýrðar að gera. Takið eftir spámaðurinn óð smá saman lengra og lengra þar til vatnið varð dýpra. Eins þurfum við að fara yfir þröskuldinn í gegnum hindranir í okkar lífi, stíga út úr okkar þæginda ramma til að flæðið verði algjört og dýrð Guð opinberist á meðal okkar.

Fljótin fjögur runnu frá hásæti Guðs, undan þröskuldinum og undan suður vegg musterisins. Við erum lifandi steinar í byggingu Drottins. Þegar við skipum okkur í skarðið landinu til varnar í skipulagðri, markvissri bæn og lofgjörð dag og nótt, þá byrja vegg skörðin að hlaðast upp og vatns flæðið verður meira fyrir orðsins og andans vakningu á Íslandi. Við höfum fengið andans og orðsins vakningar einar og sér en enda tíma vakningin er sambland af báðu.

Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að þó að Guð komi með sína vitjun sem gjöf, þá er það samt undir okkur komið að taka við gjöfinni. Þetta er ekki ósvipað því að fá afmælis eða jóla gjöf og taka ekki við henni og njóta innihaldsins. Fyrstu lærisveinarnir í frum kirkjunni biðu eftir fyrirheitinu í loft stofunni og er það kom þá fylltust þeir af heilögum anda og undur og stórmerki gerðust, þrjú þúsund sálir frelsuðust þennan sama dag. Þetta var fyrra regnið, en núna þurfum við að búa okkur undir að taka við seinna regninu til að enda tíma uppskeran verði tekin inn. Ég finn sterkt fyrir því að Guð vill leggja áherslu á þetta að við vöknum upp núna, til að taka við sinni vitjun.


Margt bendir til þess að þetta sé síðasta fagnaðar árið áður en endurkoma Drottins verður. Þetta er sjötugasta fagnaðar árið síðan Ísraelsmenn byrjuðu að halda það í Kanans landi. Talan sjötíu er tala endurreisnar. Drottinn Guð hefur gefið okkur fyrirheit um það að endurreisa alla hluti áður en hann kemur aftur. Eitt af því sem Guð er að endurreisa núna á okkar dögum er tjaldbúð Davíðs. Við getum lesið um þetta í Amos 9 kafla og Postulasögunni 15 kafla. Tjaldbúð Davíðs, er eins og módel eða fyrirmynd bæna húsanna sem Guð er að reisa upp út um allan heim núna á okkar dögum með bæn og lofgjörð dag og nótt. Bæna húsin er dvalarstaður fyrir nærveru Guðs og dýrð. Er nærvera Guðs og dýrð kemur niður þá er myrkrinu ýtt í burt og fólk byrjar að snertast af Guði og frelsast.


Í byrjun næsta árs fer í gang skipulagðar og markvissar bæna og lofgjörðar vaktir í mörgum söfnuðum og kirkjum landsins þar sem fólk skiptist á að taka bæna og lofgjörðar vaktir. Markmiðið er að það sé stöðug bæn og lofgjörð alla daga og nætur allt árið um kring á Íslandi. Ég vil hvetja þig hlustandi góður til að taka þátt í þessu með okkur að það sé beðið dag og nótt á Íslandi landinu til varnar og að Guðs ríkið eflist á meðal okkar. Þú getur haft samband við þinn safnaðar leiðtoga eða við mig.
Drottinn blessi þig ríkulega,

Árni Þórðarson


05.04.2015 15:39

Það eru svo margir sem skilja ekki

Á bænastund í dag heyrði ég Drottinn segja það eru svo margir sem skilja ekki. Ég byrjaði strax að hugsa og reyna að finna út úr því hvað Drottinn var að segja. Hvað áttu við með að fólk skilji ekki, hvað áttu eiginlega við með þessu? Hvað er það sem fólk skilur ekki? Ég skildi ekkert í því hvað Drottinn var að meina með þessu, fór að hugsa ertu að tala um að fólk skilji ekki ritningarnar eða dæmisögurnar sem þú talaðir, hvað er það sem fólk skilur ekki? Þetta var á bænastund í Bænahúsinu, í tvo klukkutíma var ég að pæla í þessu á bænastundinni og gat ekki fundið út hvað Guð var að segja mér með þessu. Það var sterk nærvera Guðs á bænastundinni og fann ég hvernig Guð mætti mér og endurnýjaði mig, samt sem áður var ég engu nær með það að skilja hvað Guð var að segja.

Ég var frekar illa fyrir kallaður á bænastundinni, mjög þreyttur (vann til miðnættis kvöldið áður við að flísaleggja) og leið ekki mjög vel. Drottinn snerti mig á bænastundinni með nærveru sinni og það eina sem ég gerði var að sitja í nærveru Guðs og hleypa honum að með því að segja honum að mér liði ekki vel og að ég væri þreyttur. Ég þakkaði honum fyrir það að hann væri til staðar fyrir mig (bað samt ekki mikið).  Ég fór allt annar út af bænastundinni heldur en er ég kom inn á bænastunina, samt skildi ég ekkert enn í því hvað Guð var að segja, var engu nær en mér leið svo miklu, miklu betur.

Eftir bænastundina fór ég á sameiginlega samkomu Kærleikans og Bænahússins og það var þá sem Drottinn byrjaði að útskýra fyrir mér hvað hann var að meina með þessum orðum að svo margir skilji ekki. Ég hef svo oft tekið eftir því að maður getur reynt að finna út úr hlutunum sjálfur og það tekst samt ekki nema Guð opinberi manni það. Þarna á samkomunni byrjaði Guð að opinbera mér þetta og ég fann að ég átti að tala þessa opinberun út á samkomunni áður en brauðsbrotningin varð. Brotningin brauðsins er þegar við borðum táknrænt brauð (líkama Drottins)og drekkum vín (blóð Drottins)eins og Jesú bauð okkur að gera í sína minningu fyrir frelsisverkið sem hann vann fyrir okkur á krossinum á Golgata.

Það sem Drottinn opinberaði og bauð mér að segja var á þessa leið; Svo margir skilja ekki. Svo margir skilja ekki það sem ég hef nú þegar gert fyrir þá og fara þess vegna á mis við það sem ég get veitt þeim vegna þess að þeir reyna að skilja það með höfðinu í stað þess að opna líf sitt fyrir mér og taka við mér og því sem ég hef gert í trú með hjartanu. Svo margir reyna að skilja með höfðinu og reyna að finna út úr sínum málum sjálf í stað þess að opna hjarta sitt og hleypa mér að.

Ég skildi um leið að Guð var bæði að tala um þá sem hafa ekki meðtekið hann sem frelsara sinn og okkur hin sem hafa veitt frelsisverki hans viðtöku. Hversu oft erum við að vinna okkar eigin verk endurlausnar í stað þess einfaldlega að opna hjörtu okkar fyrir Guði og hleypa hans endurlausn að varðandi það sem við erum að ganga í gegnum og eða glíma við. Augu mín upplukust þarna algjörlega á nýjan hátt fyrir frelsisverki Drottins og fékk ég ritningar versin í Rómverjabréfinu sem segja með hjartanu er trúað til réttlætis og með munninum játað til hjálpræðis. Þetta er svo einfalt, við þurfum bara að opna hjarta okkar og hleypa honum að, Jesú er bara einni bæn og þakkargjörð í burtu. Jesú sagði er hann dó á krossinum í okkar stað, það er fullkomnað og við þurfum bara að taka við því. Ég sá hvernig Jesú vill sá sinni trú sem sáðkorni inn í hjarta okkar. Trú mustarðs kornsins sem er hverju sáðkorni smærra, en verður að tré sem er öllum trjám stærra þannig að það sem við glímum við verður að engu í samanburði við þessa trú sem Guð gefur okkur í sér. Var það ekki Jesú sem sagði ef þú hefur trú sem mustarðskorn þá getur þú sagt við fjall þetta steyp þér í hafið og það mun verða svo. Hann mun veita okkur allt það sem við biðum hann um í trú er við biðjum í Jesú nafni.

 Ég fór út af samkomunni sem breyttur maður, endurnýjaður í trúnni og í samfélaginu við Guð. Guð hafði enn á ný tekið fjöll vanlíðunnar minnar og vandamála og varpað í hafið, það eina sem ég gerði var að opna líf mitt fyrir honum og hleypa honum að.

Það er bæn mín með þessum skrifum að þú fáir náð til að taka við Jesú Kristi og því sem hann hefur fyrir búið fyrir þig í dag.


25.02.2015 19:20

Orð fyrir 2015

Það kom til mín að þetta ár 2015, sé ár gegnumbrots og hvíldar í Guði. 

Gegnumbrot er þegar við höfum barist lengi fyrir því að eitthvað verði eða að það komi lausn í einhver málefni sem að hindrun hefur verið fyrir því að það geti orðið. Það getur hafa verið skortur og eða þurrkur en síðan kemur loksins vökvun. Eða að við höfum beðið mjög lengi fyrir einhverju og loksins kemur bæna svarið eftir langan tíma. Þessu er hægt að líkja við það að við höfum verið að hamra á vegg lengi og ekkert virðist gerast, en allt í einu kemur sprunga, og svo önnur sprunga uns veggurinn lætur undan og hrynur og mikið flæði kemur í kjölfarið. Er gegnum brot verður þá verður spennu fall og ákveðinn léttir verður eftir allt erfiðið og við finnum þörf fyrir að hvílast. Það er þetta sem ég trúi því að Guð muni gera fyrir okkur á þessu ári, að hann leiði okkur inn til hvíldar sinnar. Í þessari hvíld sinni mun Guð gera það sem við getum ekki gert.

Árið 2014 á ári umskipta var Guð með kirkju sína í því ferli að yngja hana upp sem örninn. Þegar örninn yngist upp þá er það mjög sárs auka fullt ferli, hann missir gogginn, klærnar og fjaðrirnar. Þegar nýr goggur, klær og fjaðrir byrja að myndast aftur þá endurnýjast hann og lifir allt að 30 árum lengur. Það er þetta sem ég trúi að kirkjan fái að upplifa á þessu ári. Endur nýjung og hvíld.

Ég er ekki að segja að allt verði auðvelt framundan, þvert á móti, en það sem ég er að segja er það að Guð hefur verið að undirbúa okkur fyrir það sem er framundan. Við höfum öll upplifað erfiðleika, sársauka og þrengingar í einhverjum mæli sem sam verkar okkur til góðs, að við skiljum þjáningar annara betur og við verðum hæf að hugga aðra með þeirri huggun sem við höfum fengið frá Guði. Guð vill kenna okkur að dvelja og lifa í sinni hvíld mitt í öllu því sem að gengur á. Þegar allt verður hrist sem hægt er að hrista þá eigum við trúartraust og hvíld í Guði sem aðrir í kringum okkur skilja ekki hvernig hægt er að öðlast. Frið sem Guð einn getur gefið í samfélaginu við Jesú Krist. Friður sem er óháður mannlegum skilningi og áhrifum þessarar veraldar. Guð vill á þessu ári kenna okkur að lifa meira í þessari hvíld sinni svo að við getum leitt aðra inn til þessarar hvíldar.
Á sjö ára fresti er hvíldar ár hjá Gyðingum og það er engin tilviljun að það lendir á árinu 2015 núna.

Guð gaf mér þriðja og fjórða kaflan í Hebreabréfinu fyrir þetta ár og hvet ég ykkur til að lesa þessa kafla í þessu samhengi. Í byrjun
þriðja kaflans er talað um að við eigum að gefa gætur að Jesú Kristi sem æðsta presti og postula játningar vorar og að við séum trúföst og höldum djörfung og voninni sem við miklum okkur af. Þarna er einnig talað um hús Guðs.
Það kom til mín fyrir þetta ár að Guð muni heiðra þá sérstaklega á þessu ári sem sína húsi hans trúfesti. Kannski hefur þú hugsað, ég get ræktað trú mína út af fyrir mig heima, þarf ekki á því að halda að fara á samkomur. já vissulega eigum við að eiga okkar stundir með Guði heima, en Guð vill einnig að við komum saman í húsi hans til að fá þá blessun sem hann hefur fyrirbúið okkur þar. Ég vil því hvetja þig núna, þú sem hefur ekki verið að sækja samkomur að fara á samkomur og sína húsi Guðs trúfesti og Guð mun heiðra þig fyrir það. Á samkomum getum við hvatt hvort annað til góðra verka og beðið fyrir hvort öðru, þar er staður hvíldar og endur nýjungar í Guði.

Það er líka talað um í þessum köflum að við gætum þess að búa ekki yfir vondu vantrúar hjarta að við föllum frá lifanda Guði eins og Ísraelsmenn gerðu þannig að þeir dóu í eyðimörkinni og fengu ekki að ganga inn í fyrirheitna landið. þar segir að fyrirheitið um að ganga inn til hvíldar hans stendur enn og að við sem trú höfum tekið vegna orðsins sem við höfum heyrt göngum inn til hvíldarinnar.

Hebreabréfinu 4:9-16
Enn stendur þá til boða sabbatshvíld fyrir lýð Guðs. 10Því að sá sem gengur inn til hvíldar hans fær hvíld frá verkum sínum eins og Guð hvíldist eftir sín verk. 11Kostum því kapps um að ganga inn til þessarar hvíldar til þess að enginn óhlýðnist eins og þeir og falli. 
12Því að orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar, það dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans. 13Enginn skapaður hlutur er Guði hulinn, allt er bert og öndvert augum hans. Honum eigum við reikningsskil að gera. 
14Er við þá höfum mikinn æðsta prest, sem farið hefur í gegnum himnana, Jesú Guðs son, skulum við halda fast við játninguna.15Ekki höfum við þann æðsta prest er eigi geti séð aumur á veikleika okkar heldur þann sem freistað var á allan hátt eins og okkar en án syndar. 16Göngum því með djörfung að hásæti Guðs náðar. Þar finnum við miskunn og náð þegar við erum hjálparþurfi. 


Það er svo mikil von og blessun í þessum versum. Okkur stendur öllum til boða þessi hvíld enginn er þar undanskilin, í hvíld Guðs er vernd og skjól sem varðveitir okkur frá því að óhlýðnast og falla. Hvernig göngum við inn til þessarar hvíldar þannig að við fáum hvíld frá okkar verkum og fáum frelsi og lausn frá vondu vantrúar hjarta?
Jesú var freistað á allan hátt eins og vor en án syndar og hann sér aumur á veikleika okkar. Hann dó fyrir okkar syndir og friðþægði fyrir syndir okkar með blóði sínu. Hans blóð gefur okkur frið við Guð. þess vegna getum við komið með djörfung að hástól náðarinnar þar sem við finnum miskunn er við erum hjálparþurfi.
Lykillinn er að játa synd sína og biðja Guð um að fyrirgefa sér og þakka honum síðan fyrir að við getum komið eins og við erum inn í nærveru Guðs fyrir endurlausnar verkið sem hann vann á Golgata. En við þurfum að trúa, því að án trúar er ógjörningur að þóknast Guði. Er við höfum játað syndir okkar og höfum beðið Guð um að fyrirgefa okkur og við finnum ekki þennan frið, þessa hvíld sem hann hefur fyrirbúið okkur þá þurfum við að taka orðið og tala það út upphátt, þannig höldum við fast við játninguna og við frelsumst frá okkar vonda vantrúar hjarta.

Játningin er mikilvæg því að með hjartanu er trúað til réttlætis en með munninum játað til hjálpræðis. Þetta er ekki það sem við gerum einu sinni heldur oft á dag. Friðurinn, hvíldin er í blóði Jesú og í orði hans fyrir heilagan anda sem okkur er gefin. Þess vegna þurfum við að játa út það sem orð Guðs segir til að frelsast frá lyginni. Er við játum út orðið þá leysist kraftur Guðs fram og verður að veruleika í lífum okkar.

Það er svo mikil von í því að vita það að við getum ekki séð hvernig við erum, við getum ekki séð synd okkar og bresti nema Guð opinberi það fyrir okkur. Hann opinberar okkur það hvernig við erum til þess að við komum fram fyrir hann svo að hann geti hjálpað okkur og endurleyst. Þar sem við sjáum bresti okkar þar flæðir hans hreinsandi blóð sem gefur okkur líf og sigur. Gætum þess því að trúa ekki lyginni heldur sannleikanum, því að sannleikurinn gerir okkur frjáls. Látum ekki það sem við sjáum að sé að í okkar lífi halda okkur frá Guði heldur komum með það til hans sem sér aumur á veikleika okkar og er fús til að hjálpa okkur. Játum bresti okkar fyrir honum og þökkum honum fyrir það að hann ber umhyggju fyrir okkur og að hann gefur okkur líf og sigur.
Til dæmis ef þú finnur
fyrir vanlíðan og efa og þér finnst Guð ekki elska þig þá ertu að trúa lyginni. Finndu þá ritningar vers sem segja Guð er kærleikur. Lestu þessi ritningar vers upphátt og biddu þau út þar til þú finnur fyrir breytingu. Segðu Guð, orð þitt segir að þú sért kærleikur, þakka þér fyrir að þú elskar mig nákvæmlega eins og ég er. Ég lofa þig fyrir það að þú elskar mig nákvæmlega eins og ég er og ég þakka þér að þú elskar mig það mikið að þú dóst fyrir mínar syndir og þú hefur fyrirgefið mér og gefið mér arfleifð í þér. Þú sleppir aldrei hendinni af mér né yfirgefur mig. Þakka þér að ég get játað og talað út þitt orð og treyst því að þú vakir yfir því til að framkvæma það. Er þú gerir þetta muntu finna hvernig trú þín eykst og breyting verður.

Við gerum mikið af því í Bænahúsinu að lesa út orðið upphátt og biðja það út. Nafn Drottins, eðli hans, hvíld hans og styrkur er í orðinu. Með því að játa orðið upphátt, þá heyrum við það og trúum því og það er bæn samkvæmt vilja hans sem hann starfar í gegnum. Hans blessun leysist fram. Þetta er besta leiðin til að finna hvíld Guðs.

Á dögum Ísaks var hallæri í landinu, annað hallæri síðan á dögum Abrahams. Ísak ætlaði að flýja land en Guð bað hann um að vera áfram í landinu. Ísak var kyrr í landinu og til að gera langa sögu stutta þá laug hann í ótta sínum að konan hans væri systir sín. Það sem Ísak gerði í landi þurrkar og hallæris var það að hann sáði í land sinnar eigin mistaka og uppskar á sama ári hundraðfaldan ávöxt því að Drottinn blessaði hann. Það er þetta sem gerist er við lesum orðið upphátt og biðjum það út. Drottinn margfaldar sáð kornið sem við sáum út með játningu okkar og blessar okkur.
Ísak var einnig þekktur fyrir það að hann gróf upp brunna forfeðra sinna sem Filistar höfðu fyllt upp með grjóti. Er við biðjum út orðið þá gröfum við upp brunna vakningar.
Er við biðjum við út orðið þá sjáum við fyrirheit og fegurð Guðs.
Á bænastund þann 17 febrúar síðast liðinn þá kom þetta orð til mín á bænastund; Ég einn (Guð) ber af öllum öðrum í fegurð ljóma dýrðar ímyndar minnar. Þegar þið lítið mig. Og fegurð ljóma dýrðar minnar þá set ég þessa ímynd dýrðar fegurðar minnar í ykkur sem breytir ykkur.

Það kom líka til mín að Guð væri að gefa okkur smurningu Esterar. Ester gekk fram fyrir konung eftir að hafa fastað í þrjá daga til að biðja konung um að þyrma þjóð sinni. Ester fann náð í augum konungs og þessa náð gefur Guð okkur á þessu ári að við getum með djörfung beðið hann um hvað sem er í hans nafni og hann mun veita okkur það. Árið 2016 verður ár föðurkærleika Guðs.


Matteus 11:25-30
Á þeim tíma tók Jesús svo til orða: "Ég vegsama þig, faðir, Drottinn himins og jarðar, að þú hefur hulið þetta spekingum og hyggindamönnum en opinberað það smælingjum. 26Já, faðir, svo var þér þóknanlegt. 
27Allt hefur faðir minn falið mér og enginn þekkir soninn nema faðirinn, né þekkir nokkur föðurinn nema sonurinn og sá er sonurinn vill opinbera hann. 
28Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld. 29Takið á yður mitt ok og lærið af mér því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar. 30Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt." 

Kæri faðir ég þakka þér fyrir Jesú Krist og fyrir allt það sem þú hefur gefið okkur í honum. Þakka þér Jesú að þú ert herra hvíldardagsins. Þakka þér fyrir þína náð sem kennir okkur og að við getum komið í veikleika okkar til þín með okkar bresti og með okkar byrðar til þess að fá endur nýjung og hvíld í þér. Ég þakka þér að þú hefur gefið opinberun á því hver þú ert og á því að við getum hjá þér fengið hvíld frá verkum okkar. Ég bið þig að opinbera enn meira hvað við höfum aðgang að í þér og hver þú ert. Gefðu okkur að þekkja þig meira og líta meira fegurð þína sem umbreytir okkur til þinnar myndar.
Ég bið þig um að gefa okkur anda speki og opinberunar að við fáum þekkt þig meira, opinberaðu fyrir okkur hvernig við getum öðlast þína hvíld, hvernig við getum gengið inn til hvíldar þinnar. Gefðu meiri opinberun á hvíld þinni. Komdu og gerðu það sem við getum ekki gert. Ég þakka þér að þú bænheyrir okkur og að þú starfar í gegnum bænir okkar samkvæmt orði þínu. Ég þakka þér einnig fyrir það að er við komum til þín að þá kennir þú okkur og þú leiðir okkur. Og ég þakka þér fyrir þitt ok og þína byrði sem er létt sem við getum fengið í skiptum fyrir okkar byrðar sem eru okkur ofviða. Ég bið þig um að snerta og mæta
íslensku þjóðinni. Þakka þér fyrir að þú endurnýjar okkur í samfélaginu við þig, í Jesú nafni amen.


29.12.2014 23:45

Yngjast upp sem örninn

Árni Þórðarson, desember 2014.
(orð sem ég talaði á útvarpsstöðinni Lindinni sem boðskap dagsins) Árið 2014 er ár umskipta.  
Íslenska þjóðin og söfnuður Guðs hafa verið að fara í gegnum mikil umskipti.  Það er alltaf frekar óþægilegt og erfitt að fara í gegnum miklar umskipti og breytingar.  Ég ætla að tala um það hversu mikilvægt það er að standa stöðugur í gegnum umskipti og breytingar uns við fáum gegnumbrot.
Íslenska þjóðin fékk sitt sjálfstæði sem þjóð árið 1944. 17 júní síðastliðinn héldum við upp á 70 ára afmæli Íslenska lýðveldisins, til hamingju með það íslendingar.  Það er einnig merkilegt að Ísraelska þjóðin fékk sitt sjálfstæði fjórum árum síðar og var það fulltrúi frá Íslensku þjóðinni sem hafði áhrif á það að svo myndi verða.  Þetta inniheldur miklu meira en marga grunar.  

 Í 24 kafla Matteusarguðspjalls 32-35 segir svo; Nemið líkingu af fíkjutrénu. Þegar greinar þess fara að mýkjast og laufið að springa út, þá vitið þér að sumar er í nánd. 33Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið allt þetta, að hann er í nánd, fyrir dyrum. 34Sannlega segi ég yður: Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok uns allt þetta er komið fram. 35Himinn og jörð munu líða undir lok en orð mín munu aldrei undir lok líða.  

Í þessum versum  er verið að tala um stofnun Ísraelsríkis sem líkingu við fíkjuviðartré sem að springur út og að sú kynslóð þegar það gerist muni ekki líða undir lok uns allt er komið fram.
Orð Guðs kennir okkur að meðal mannsaldur er um 70 ár þó svo að sumir lifi styttra og aðrir lengri lífdaga.
70 ár er einnig sá árafjöldi sem Guð starfar og vinnur með þjóðir og er talan 70 jafnframt tala endurreisnar samanber það er Guð var að eiga við ísraelsku þjóðina er hún var herleidd til Babílon vegna óhlýðni sinnar.  Ísraelska þjóðin var í 70 ár í herleiðingu í Babýlon og snéri svo aftur í þremur áföngum aftur til fyrirheitna landsins og þá hófst endurreisn múra Jerúslaem og musterisins. Þetta er táknrænt fyrir okkur í dag þar sem Guð hefur gefið okkur fyrirheit um það að hann muni fullkomna það verk í okkur sem hann hefur hafið í okkur allt til dags endurkomu sinnar og að hannn muni endurreisa alla hluti áður en hann kemur aftur. Við erum að ganga inn í þennan tíma sem þjóð og sem söfnuður Guðs.

Margir spádómar hafa verið talaðir út að íslenska þjóðin muni vera sem fyrirmynd eða módel  fyrir aðrar þjóðir og fyrir það sem Guð er að gera og héðan muni skýna ljós til að lýsa öðrum þjóðum.  Við vitum öll hver er hið sanna ljós er það ekki? Jú það er Drottinn okkar Jesú Kristur. Það hefur einnig verið talað út að vakning verði meðal unga fólksins og að frá þessari þjóð munu verða sendir út margir trúboðar til annara þjóða til að boða fagnaðarerindið og margir munu sinna hjálpar og upp byggingarstarfi. Þetta sem ég nefni er aðeins brot af því sem hefur verið talað út sem fyrirheit fyrir Ísland og margt meira væri hægt að nefna.

Það segir í Biblíunni að sælla sé að gefa en að þiggja. Við  erum kölluð til þess að erfa blessunina í Jesú kristi og blessa út frá okkur.Þegar við blessum aðra þá kemur velþóknun Guðs yfir okkar líf, það er ekki hægt að upplifa neitt betra en að finna elsku og velþóknun Guðs yfir lífi sínu.  Er við framkvæmum það orð sem Guð hefur boðið okkur að gera þá erum við blessuð. Eitt af því sem orð Guðs bíður okkur að gera er að biðja fyrir Ísrael og biðja Jerúsalem friðar. Þeir sem það munu gjöra hljóta blessun frá Guði.  Við þurfum ekki endilega að skilja allt í smá atriðum sem Guð bíður okkur að gera, heldur einfallega stíga út á vatnið í trú og gjöra það og við hljótum blessun. 

Ég lít svo á að vegna þess að Íslenska þjóðin hafði svo stóran þátt í því að Ísrael fékk sitt sjálfstæði sem þjóð þá er ég þess fullviss að það eigi stóran þátt í þeirri velmegun sem hefur verið á Íslandi núna í nær 70 ár. Við erum blessuð þjóð á margan hátt þrátt fyrir margt sem er í gangi sem er miður. Við getum verið þakklát fyrir svo margt. Stöndum áfram vörð um rétt gildi, Kristin gildi, tölum út blessun yfir þjóð okkar.  Játum út fyrirheit Guðs yfir þjóð okkar. Sjáðu til, Guð starfar í gegnum bænir okkar og hann dvelur í okkar lofgjörð og þakkargjörð. 
Er við játum það út sem er samkvæmt orði og vilja Guðs,þá hefur það áhrif til góðs. Tölum og biðjum það út sem Guð sýnir okkur í sínu orði og það mun uppfyllast í okkar lífi og annarra. 

Það er enginn spurning við erum á tímamótum, það eru þáttaskil. Það eru nýir tímar framundan á dagatali Guðs fyrir kirkju Guðs á Íslandi. Tími vakningar og endurreisnar. Spurningin er bara sú ætlum við að vera með í því verki sem Guð er að framkvæma.

Í byrjun þessa árs þá var ég á bænastund með nokkrum trú systkinum. Á bænastundinni sá ég sýn, ég sá örn sem var fjaðra laus og ég vissi um leið að örninn táknaði kirkjuna á Íslandi. Guð er að yngja kirkjuna upp á Íslandi sem örninn.  Kirkjan hefur verið andlega talað verið sem fjaðralaus, en núna er Guð að láta nýjar fjaðrir vaxa á örninn. Guð er að endurnýja og endurreisa kirkju sína á endatímanum.  Örninn er einnig tákn mynd af Heilögum anda Guðs eins og dúfan.  Samanber þá bar Guð Ísraelsmenn á arnarvængjum sínum í gegnum eyðimörkina til fyrirheitna landsins. Þeir voru 40 ár í eyðimörkinni Heilagur Andi kom yfir Jesú í dúfu formi er hann skírðist niðurdýfingarskírn og andinn leiddi hann út í eyðimörkina í 40 daga (talan 40 er tala reynslu). 

Eins og ég sagði áðan þá sá ég í sýninni að örninn gat ekki flogið og þetta er ástand sem er búið að vera í kirkjunni.  Það er búin að vera mikil reynsla á kirkjunni og andlegur þurrkur.  Ég sá í sýninni að það voru byrjaðar að koma nýjar fjaðrir á örninn. Örninn er oft heimfærður einnig fyrir þetta spámannlega í söfnuði Guðs.  Nýjar fjaðrir = nýjar ferskar opinberanir og flæði í anda Guðs. Þær opinberanir sem Guð gefur eru alltaf samkvæmt rituðu orði hans.

Þegar örninn yngist upp í því náttúrulega þá missir hann gogginn, klærnar og fjaðrirnar.  Þetta gerist oftast er örninn er orðinn 30 - 40 ára gamall, en stundum þó sjaldan er hann nær 50 ára aldri. Á þessu tímapunkti rétt áður en hann fer í þetta ferli að yngjast upp  þá á örninn mjög erfitt með að krækja klónum í bráðina. Klærnar verða sljóar og bognar. Fjaðrirnar verða þykkar og þungar og þrýstast að búknum þannig að örninn á erfitt með að fljúga. Örninn flýgur þá efst upp á fjallstind þar sem hann í fimm mánuði byrjar að losa sig við gogginn með því að berja goggnum við stein.  Er goggurinn grær aftur tekur örninn klærnar af og reytir síðan af sér fjaðrirnar. Ef að örninn myndi ekki gera þetta þá myndi hann deyja úr hungri þar sem hann getur ekki lengur veitt sér til matar.  Örninn hefur þá einungis þann valkost að deyja eða taka þessa ákvörðun að yngja sig upp. Þetta er mjög sársaukafullt ferli.  Örninn er háður því að aðrir ernir fæði hann eða að hann geti einungis nærst á vatni. Stundum kemur það fyrir að örninn deyr í þessum umskiptum. 
Þegar örninn hefur fengið nýjan gogg, klær og fjaðrir þá getur hann lifað önnur 30 - 40 ár.  Örninn getur því náð 70 ára aldri og stundum allt að 100 ára aldri. 

Orð Guðs kennir okkur að til að hægt sé að endurbyggja þurfi að rífa fyrst niður.

Jeremía 1:10 
Ég veiti þér vald yfir þjóðum og ríkjum til að uppræta og rífa niður, til að eyða og umturna, til að byggja upp og gróðursetja."

Guð vill að við endurnýjumst í anda og hugsun. Guð hefur verið að hreinsa kirkjuna, það eru umskipti.  Við erum í þessu ferli að deyja andlega eða að taka ákvörðun um að deyja holdi okkar og leyfa Guði að endurnýja okkur. Þetta gerist í bæninni með Guði er við drögum okkur í hlé eins og örninn er hann yngist upp. Guð er að leggja áherslu á bænina, lofgjörðina og samfélagið við sig núna meira en nokkru sinni fyrr og ekki að ástæðu lausu.  Án náins samfélags við Guð getum við ekki til fulls tekið stöðu okkar.

Er nýr goggur, klær, og fjaðrir koma þá endurnýjumst við og fáum nýjar ferskar opinberanir í Guði og kraft til að fljúga hærra en nokkru sinni fyrr í flæði Guðs og dýrð.

Sálmur 103: Vers 1-5
Lofa þú Drottin, sála mín, 
og allt sem í mér er, hans heilaga nafn;
lofa þú Drottin, sála mín, 
og gleym eigi neinum velgjörðum hans. 
3Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar, 
læknar öll þín mein, 
4leysir líf þitt frá gröfinni, 
krýnir þig náð og miskunn. 
5Hann mettar þig gæðum, 
þú yngist upp sem örninn.
6Drottinn fremur réttlæti 
og veitir rétt öllum kúguðum. 

Lykillin að þessum fyrirheitum sem nefnd eru þarna í Sálminum er númer eitt að lofa Guð. Davíð talaði til sálu sinnar á erfiðum tímum og sagði henni að lofa Guð.  Annað atriðið er að gleyma ekki velgjörðum Drottins. Er við gerum þetta tvennt að lofa Guð og minnast velgjörða hans þá fæðast fram fyrirheiti Guðs sem eru;

1. Velgjörðir.
2. Fyrirgefur allar misgjörðir.
3. Læknar öll þín mein.
4. Leysir líf þitt frá gröfinni.
5. Krýnir þig náð og miskunn.
6. Mettar þig gæðum.
7. Þú yngist upp sem örninn.
8. Drottinn fremur réttlæti 
og veitir rétt öllum kúguðum. 

Margir hafa í gegnum þessi umskipti orðið þreyttir og hafa gefist upp, eða sofnað á göngunni með Guði. Núna er tími inni hjá Guði, tími endurnýjungar og nýtt tækifæri fyrir þá sem að hafa horfið frá að snúa sér aftur til Drottins.  Í dag er hagkvæm tíð, í dag er hjálpræðisdagur.

Jesaja 40:28-31
Veistu ekki eða hefur þú ekki heyrt
að Drottinn er eilífur Guð
sem skapaði endimörk jarðar?
Hann þreytist ekki, hann lýist ekki,
viska hans er órannsakanleg.
29Hann veitir kraft hinum þreytta
og þróttlausum eykur hann mátt.
30Ungirmenn þreytast og lýjast,
æskumenn hnjóta og falla
31en þeir sem vona á Drottin fá nýjan kraft,
þeir fljúga upp á vængjum sem ernir,
þeir hlaupa og lýjast ekki,
þeir ganga og þreytast ekki.

Það er mikilvægt að við stöndum stöðug í trúnni núna uns gegnumbrotið verður sem Guð er að koma með.  Er við vonum á Drottinn þá fáum við nýjan kraft. Það að vona á Guð er eins og að vera fléttaður fast saman með Guði. 

Það er engin tilviljun að það sé eldgos í Bárðarbungu núna.  Manns nafnið Bárður þýðir að berjast í gegn.  Núna þurfum við á styrk frá Drottni til að halda út og berjast í gegn uns gegnumbrotið kemur.

Efesusarbréfið 6:10-20 
Að lokum: Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans.
11 Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins.
12 Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum.
13 Takið því alvæpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli, þegar þér hafið sigrað allt.
14 Standið því gyrtir sannleika um lendar yðar og klæddir brynju réttlætisins
15 og skóaðir á fótunum með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins.
16 Takið umfram allt skjöld trúarinnar, sem þér getið slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda.
17 Takið við hjálmi hjálpræðisins og sverði andans, sem er Guðs orð.
18 Gjörið það með bæn og beiðni og biðjið á hverri tíð í anda. Verið því árvakrir og staðfastir í bæn fyrir öllum heilögum.
19 Biðjið fyrir mér, að mér verði gefin orð að mæla, þá er ég lýk upp munni mínum, til þess að ég kunngjöri með djörfung leyndardóm fagnaðarerindisins.
20 Þess boðberi er ég í fjötrum mínum. Biðjið, að ég geti flutt það með djörfung, eins og mér ber að tala.


Við styrkjumst í Drottni og í krafti hans og klæðumst herklæðunum eins og ég las áðan með bæn og beiðni og með því að biðja á hverri tíð í anda. Takið eftir á hverri tíð, biðja í anda á hverri tíð. Þetta er eina leiðin til þess að geta veitt mótstöðu og halda velli þegar við höfum sigrað allt.

Ég hef fundið hvað baráttan hefur verið mikil undanfarið og hversu mikilvægt er að standa sterkur í Drottni og í krafti máttar hans. Í Efesusarbréfinu er talað fjórum sinnum um það að  standa.  Eitt atriði fyrir hvern arm krossins. Herklæðin og styrkinn fáum við fyrir krossdauða Jesú Krists og upprisu.
Í dag er mikilvægt að standa stöðugur í andanum og í trúnni meira en nokkru sinni fyrr.  Djöfullinn veit að hann hefur nauman tíma vegna endurreysnarinnar og gegnumbrotsins sem Guð er að koma með fyrir kirkju sína og fyrir þetta land. Hann reynir allt til að draga úr okkur og fella okkur.

Sakaría3:1-10
Þessu næst lét hann mig sjá Jósúa æðsta prest. Hann stóð frammi fyrir engli Drottins en á hægri hönd honum Satan til að flytja kæru sína gegn honum. 2En Drottinn mælti til Satans: "Drottinn ávíti þig, ákærandi. Er þessi maður ekki sem brandur úrbáli dreginn?" 3En Jósúa var í óhreinum klæðum þar sem hann stóð andspænis englinum. 4Engillinn tók þá til máls og sagði við þá sem stóðu frammi fyrir honum: "Færið hann úr þessum óhreinu klæðum." Síðan sagði hann við Jósúa: "Sjá, ég nem burt sök þína og læt færa þig í skrúða." 5Og hann sagði: "Látið hreina ennisspöng á höfuð hans." Þeir létu þá hreina ennisspöng á höfuð hans og færðu hann í skrúðann. Og engill Drottins stóð hjá. 6Og engill Drottins ávarpaði Jósúa með þessum orðum: 7
Svo segir Drottinn allsherjar: Ef þú gengur á mínum vegum og heldur boðorð mín skaltu einnig stjórna húsi mínu og gæta forgarða þess og ég heimila þér að samneyta þessum þjónum mínum.

Þessi vers eru um það er Ísraelsmenn voru að snúa aftur til baka til fyrirheitna landsins eftir 70 ára herleiðingu til Babýlon. Í fljótu bragði virðist sem Jósúa sé í ósigri, hann var í óhreinum klæðum og Satan að ákæra hann. Hann var ekki í ósigri heldur var hann að koma úr mikilli eldraun.  Takið eftir því að Jósúa stóð frammi fyrir engli Guðs, hann stóð er satan ákærði hann.  Þessi vers er hægt að heimfæra upp á það ferli sem kirkjan hefur verið að ganga í gegnum.  Guð hastar á Satan og gefur Jósúa ný klæði og vald til að ríkja að því að hann gekk á hans vegum. Þessi nýju klæði er líka hægt að heimfæra upp á nýju fjaðrirnar sem örninn fær er hann yngist upp. Guð er að undirbúa okkur fyrir nýja úthellingu áður en endatíma uppskeran verður tekin inn. Guð er að yngja upp örninn, kirkju sína.  Það er erfitt að fara í gegnum ferli umskipta.  Það tekur mikið á að fara í gegnum ferli umskipta, fólk verður ringlað og sumir gefast upp. Þeir sem halda út munu uppskera samkvæmt því.
Fyrir þá sem hafa farið frá eða gefist upp er enn tími að snúa við.

Við sjáum einnig að nýir forstöðumenn og leiðtogar hafa verið að taka við í kirkjunum sem er að hinu góða og hluti af áætlun Guðs að vakning verði á meðal unga fólksins. Nýju klæðin standa einnig fyrir úthellingu bænar og líknar anda og þá smurningu sem Guð gefur í endurreisninni. Þessi klæði eru postulleg og spámannleg klæði sem Guð er að gefa kirkju sinni á okkar dögum.

Í Biblíunni erum við hvött til að standa og ef við föllum að rísa aftur upp. 
Standast freistingar
Standa í gegn synd
Standa í gegn djöflinum
Standa á fyrirheitum Guðs
Standa sem varðmenn í skarðinu og á múrunum landinu til varnar

Gott dæmi um það hvernig Guð berst fyrir okkur er við stöndum stöðug í Guði er þegar Móse var með þjóð sinni við Rauðahafið og her farós var á eftir þeim. 

2 Mósebók 14:13-14 
Móse svaraði fólkinu: "Óttist ekki. Standið kyrr og horfið á þegar Drottinn bjargar ykkur í dag því að þið munuð aldrei framar sjá Egypta eins og þið munuð sjá þá í dag. 14Drottinn mun sjálfur berjast fyrir ykkur en þið skuluð ekkert að hafast."


Að lokum vil ég tala til þeirra sem hafa gefist upp og hafa jafnvel fjarlægst Guð, þú hefur jafnvel fallið í synd og ert í ósigri. Við þig vil ég segja það er enn sérstakur náðartími fyrir þig í dag til að snúa aftur við til Drottins.

Ég fann það svo sterkt á hjarta mínu að ég ætti að tala þessa hvatningu út til þín er ég var að taka saman þetta orð að það er enn tími til þess að snúa sér við til Drottins og vera með í því sem Guð er og ætlar að gera. Komdu til Drottins á ný og hann mun gefa þér nýjan kraft. Hann mun mæta þér og endurnýja þig til samfélags við sig á ný. Þú munt fá að upplifa það sem þú hefur ekki órað fyrir að þú myndir fá að upplifa.  Ekki bíða með þetta, taktu ákvörðun núna, ákallaðu nafn Drottins,ekki bíða með það gerðu það núna strax. Segðu við Guð upphátt taktu við mér á ný og Guð mun taka við þér. Þú munt fá nýjan kraft og endurnýjast og fljúga með okkur hinum á vængjum arnarins hærra í dýrð Guðs en nokkru sinni fyrr.

Guð er að leita að fólki til að skipa sér í skarðið landinu til varnar, ég og þú getum valið að vera þetta fólk.

Drottinn blessi ykkur.

28.01.2013 19:59

Icesave

Ég var á samkomu í gær og þá sá ég sýn í andanum, ég sá skip sigla hægt inn í mikla ísbreiðu.  Ég sá ekki nákvæmlega hvort þetta var venjulegt skip eða ísbrjótur.  Skipið var mjög dökkt á litinn miðað við hvítan ísinn.  Skipið stoppaði og festist svo í ísbreiðunni, ísinn fraus og lokaði skipið inni allt í kring.  

Á samkomunni var búið að vera mikil bænaneið í andanum.
Neyð eða þrenging þarf ekki að vera slæm þó svo að hún virðist þannig á meðan á henni stendur, ekki ef að hún leiðir okkur nær Guði. Er við leitum Guðs mitt í neyð okkar og áköllum nafn hans í einlægni þá munum við frelsast.  Margar eru raunir réttláts manns en Drottinn frelsar hann úr þeim öllum.  

Skipið var fast í langan tíma. Allt í einu sé ég hendi Guðs koma niður úr himninum og höggva risa stóru sverði niður í ísinn þannig að hann sundur molaðist allt í kringum skipið, þannig að skipið komst aftur að stað og gat siglt áfram.
 
Ég talaði þessa sýn út á samkomunni og nefndi það að skipið væri kirkja Guðs.  Daginn eftir heyri ég í fréttunum að Icesave hafi verið dæmt íslensku þjóðinni í hag.  Það kom þá til mín að skipið hafi verið Íslenska þjóðarskútan og ísinn Icesave málið, tímasetningin varðandi sýnina gat ekki verið nákvæmari. Ég sagði tveimur manneskjum frá þessari sýn eftir að þetta kom í fréttunum að við höfðum unnið Icesave málið og báðir sögðu að sýnin hefði greinilega tengst þessu, dýrð sé Guði.

02.01.2013 22:48

Orð fyrir 2013

Ár brúðar vakningar

Samantekt Árni Þórðarson; 1 janúar 2013.

 

Það hafa komið fram margir spádómar um það að Ísland sé fyrirmynd eða módel fyrir það sem Guð ætlar að gera annarstaðar í heiminum.  Að frá Íslandi muni lýsa ljós til þjóðanna. Guð talaði það til mín árið 2008 að gefa því meiri gaum sem væri að gerast í hinu náttúrulega og veraldlega, þar sem hann myndi tala og staðfesta margt þar sem hann væri að gera í hinu andlega, að hann myndi tala í gegnum nánast hvað sem er (þetta hefur ræst og get ég nefnt mörg dæmi en nefni hérna bara núna plássins vegna eldgosin).

Undanfarin ár hafa verið sem undirbúningur fyrir það sem Guð hefur fyrirbúið okkur. Þeir sem að leita Guðs og velja að fylgja Jesú Kristi, munu stíga alveg inn í það núna sem Guð hefur fyrirbúið okkur og hefur verið í þessum undirbúnings farvegi.  Við munum sjá hluti byrja að ganga núna í uppfyllingu sem við mörg hver höfum þráð í mörg ár að muni rætast.  Á áramótum horfa margir til baka á hið liðna og setja sér markmið. Hvað hefur verið að gerast í stuttu máli undanfarin ár? 

 

Árið 2008 - Efnahags samdráttur á Íslandi og á heimsvísu, allt var skekið. Dómur, hreinsun.  Nýtt upphaf.

2009 - Meðganga inn í það nýja sem Guð er að gera, læra að hvíla í Guði og treysta honum og hans fyrirheitum sama hvað gengur á, nýjar opinberanir fæðast fram eftir þessa meðgöngu.

2010 - Tími uppgjörs, meta stöðuna upp á nýtt og læra af þessu gamla og meta hlutina upp á nýtt.  Augu okkar byrja að opnast fyrir þessu nýja sem Guð vill leiða okkur inn í, tímabil sjáandans.  Nýr vínbelgur byrjar að mótast, nýtt vín í orðinu, ný uppspretta opinberunar. Mikilvægt núna að þekkja orðið og að standa á því og biðja það fram og þær opinberanir og sýnir og drauma sem Guð gefur.

2011 - (Ár spámannsins) Umskipti, sem fela í sér rugling og ringulreið, á sama tíma er Guð að vekja okkur upp, að fara spámannlega áfram. Umskipti frá því að fá opinberun í orðinu yfir í það að vera gjörandi orðsins, hvatning að fara algjörlega undir höfðingjadóm Guðs. 

 

Að fara í gegnum umskipti er erfitt og skapar óreiðu og ringulreið. Guð leiðir okkur í gegnum umskipti að fara frá því gamla yfir í það nýja sem hann er að gera. Í gegnum umskipti þurfum við að treysta hinu spámannlega orði til að fara rétta leið, spámannlegt innsæi og leiðsögn er nauðsynleg til að finna réttu leiðina.  Guð vekur okkur upp til að fara úr biðstöðu inn í það að flæða með honum með heildarhag Guðsríkisins í huga, að stíga út úr þæginda rammanum og fara af stað í hans nafni að gera vilja hans.  Margir hafa byrjað að flæða í spádómsgjöfinni til að gefa orð til að koma hreyfingu á líkama Krists upp úr biðstöðu og undanhaldi inn í það að sérhver þjónusta sé innt af  hendi eins og Guð úthlutar sérhverri þeirra með krafti.  Að fara frá því að vera að bíða eftir að Guð geri allt fyrir okkur inn í það að láta hann flæða í gegnum okkur er við byrjum að framkvæma eins og hann hefur ætlað okkur einu og sérhverju að gera.  Guð hefur sýnt okkur og lagt á hjarta okkar hvað við eigum að framkvæma og við fengum inn sýn inn í það að við gætum þetta ekki ein og sér heldur þyrftum við á hvort öðru að halda til að koma hlutunum í framkvæmd. *Vitnisburður um flutninga (í lok greinarinnar).

2012 - (Ár postulans) Þörf vaknar fyrir mikilvægi þess að einingin skiptir öllu máli fyrir framgang Guðsríkisins, að við tengjumst hvort öðru til að koma hlutunum í framkvæmd og að vera sameinuð undir postullegri stjórn, höfðingjadómi Guðs. Við finnum meiri þörf fyrir Guð í veikleika okkar og að við þurfum að styrkja kærleiks böndin gagnvart hvort öðru og náunganum.  Hið postullega púslar dreifðu púslunum saman til að fá rétta heildarmynd og koma hlutunum í réttan farveg fyrir Guðsríkið sem færir fram gegnumbrot. Spámenn og postular og þeirra mikilvægi og það sem þeir hafa fram að færa verður meira nauðsynlegt og áberandi á þessum dögum til að leiða okkur áfram í gegnum það sem er framundan á dagatali Guðs til að klára verkið. Guð mun færa til fólk í embætti og stöðum og reisa upp réttlæti Esterar.

2013 - Ár brúðarinnar og vakning byrjar á heimsvísu.

 

Talan 13 er tala brúðar og Guðs, samanstendur af tölunni 6 (tala manns) og tölunni 7 (Guðs fullkomnun), þessar tvær tölur mynda töluna 13 sem er samband manns og Guðs.  Hún samanstendur einnig af tölunni 10 (orði Guðs) og tölunni 3.  Talan 3 er Guðleg tala og er mjög áberandi í náttúrunni og hefur með það að gera að fara alla leið.  Við munum sjá Guðsríkið opinberast meira á meðal okkar, verði þinn vilji á jörðu sem á himni.  Finnum meira fyrir styrk og stuðning frá höfðingjadómi Guðs á meðal okkar sem kemur með Guðlega endurreisn og vakningu. Undanfarin tvö ár hafa verið eins og skref,eitt (2011), tvö (2012), og núna þrjú (2013) inn í það sem við munum núna fá að upplifa með Guði. Við höfum verið að fá mikið niðurhal og opinberanir og það er aðeins upphafið að enn meiru, þekkingin mun aukast á endatímanum.  Fyrirrennararnir, brautryðjendurnir eru komnir fram.  Það er misjafnt hvernig fólk höndlar og hvað fólk gerir við þessar opinberanir og þau tengsl sem Guð hefur gefið. Við verðum að gæta þess að nota það sem Guð færir okkur fyrir Guðsríkið og með heildarhag þess í huga en ekki fyrir okkur sjálf. Talan 13 getur einnig verið uppreisn og vanvirða gagnvart lögum Guðs og Hans höfðingjadómi þar sem hún er mitt á milli tölunnar 12 (fullkominn höfðingjadómur Guðs og postulleg tala) og tölunnar 14 (ný sköpun).  Það eru 13 atriði í hjarta mannsins sem brúðurin þarf að glíma við og sigrast á í samfélaginu við Jesú Krist (Markús 7:21-23).  Vakningin byrjar í hjarta okkar.

 

Það verk sem Guð hefur byrjað á síðustu tveimur árum og við höfum fengið smá inn sýn inn í er ekki algjörlega komið fram, við erum að stíga okkar fyrstu skref inn í það.  Við erum að stíga fyrstu skrefin inn í vakningu, lang þráða vakningu. Guð er að breyta göngu okkar með honum. Flæðið er að fara frá ökkla upp í hné (fljót vakningar og lífs sem við lesum um í Esíkel 47 kafla).  Við erum að stíga yfir þröskuldinn inn í enn meiri nærveru og dýrð Guðs. Þessi leið er ekki auðveld, hún er í gegnum hindranir og mótstöðu.  Guð hefur verið að banka á hjarta fólks að stíga út úr þæginda rammanum til að gera sinn vilja, eitt af því er skór fúsleikans að vitna um nafnið og núna mun vatnið flæða úr ökkla í hné að við drögumst að fótum Jesú enn meir í bæn og lofgjörð, uns flæðið verður það mikið að við þurfum að synda í hans nærveru og dýrð.  Bæn og lofgjörð dag og nótt umhverfis hásæti Guðs breytir andrúmslofti yfir borgum og þjóðum. Umhverfis hásæti Guðs eru fjórar verur, uxi, örn, ljón og maður, táknræn fyrir fjögur mismunandi eðli nafn Guðs sem Guð vill móta í okkur, til að bæn okkar og lofgjörð sé hrein og tær í sannri tilbeiðslu til hans (Opinberunarbókin 7:11). 

 

Brúðurin er meðvituð um það að hún getur ekki endurleyst eitt eða neitt sjálf og að hún er algjörlega háð Guði  í veikleika sínum.  Hún gefur sig Guði algjörlega á vald í auðmýkt og lætur Guð verka á vilja sinn til að vilja og framkvæma Honum til velþóknunar.  Brúðurin er  meðvituð um það að hún getur framkvætt allan vilja Guðs og allt það sem Guð ætlar henni með öllum þeim krafti og smurningu sem Guð hefur fengið henni.  Hún á náið persónulegt samfélag við Guð þar sem hún hefur helgað sig honum í bæn og lofgjörð og þjónustu orðsins.  Þeir sem þrá þetta munu ganga inn í þetta á þessu ári.

Tengsl okkar við fjölskyldu, vini og annað fólk, og við Drottinn okkar og frelsara skipta máli, þetta er árið sem við þurfum að ganga inn í það að hlúa að og styrkja þessi kærleiksbönd og það sem mestu máli skiptir við frelsara okkar og brúðguma Jesú Krist, við þurfum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vera þjónar sáttagjörðarinnar.

 

Guð er byrjaður að raða hlutunum upp til að setja allt í réttar skorður að flæðið fari í réttan farveg og það mun halda áfram að gerast á þessu ári.  Að líkaminn sé og hagi sér eins og hann á að gera, að sérhver finni sína köllun og geri hana vissa og inni sína þjónustu af hendi með þeim krafti sem Guð gefur og úthlutar einum og sérhverjum sem er fús að taka á móti.  Guð er einn og við erum eitt í honum og við eigum að starfa þannig líka.  Fólk mun finna sinn farveg meira í Guðsríkinu á næsta ári en áður og flæða fram blessun Guðs.  Eins og segir í

 

Jóel 2:7-11

Þeir hlaupa sem hetjur, stíga upp á borgarvegginn sem hermenn, sérhver þeirra gengur sína leið og enginn riðlast á annars braut. 8Enginn þeirra þrengir öðrum, hver gengur sína braut, jafnvel mót skotspjótum þeytast þeir áfram án þess að stöðva ferð sína. 9Þeir ráðast inn í borgina, hlaupa á borgarvegginn, stíga upp í húsin, fara inn um gluggana sem þjófar. 10Fyrir henni nötrar jörðin, himnarnir skjálfa, sól og tungl myrkvast og stjörnurnar missa birtu sína. 11Og Drottinn lætur raust sína þruma fyrir öndverðu liði sínu. Því að herlið hans er afar mikið, því að voldugur er sá, sem framkvæmir hans boð.

 

 

Við munum sjá réttlæti Esterar, brúðarinnar koma enn meira fram og rísa upp.  Brúðurin réttlætt af Guði mun stíga út úr bænaherberginu full af eldmóð og krafti til að gera vilja Guðs. 

Jóel 2:16  Brúðguminn gangi út úr herbergi sínu og brúðurin út úr brúðarsal sínum.   Við munum finna meðbyr Drottins, hylli konungsins og velþóknun.  Guð mun úthella bænar og líknar anda yfir þá sem gefast honum í bæninni.  Bænum okkar sem brúður Drottins mun verða svarað. 

 

Esterarbók 5:1-8  

En á þriðja degi  (voru búin að vera á föstu og bæn í þrjá daga) skrýddist Ester konunglegum skrúða og gekk inn í hinn innri forgarð konungshallarinnar, gegnt konungshöllinni, en konungur sat í konungshásæti sínu í konungshöllinni gegnt dyrum hallarinnar. 2En er konungur leit Ester drottningu standa í forgarðinum, fann hún náð í augum hans, og konungur rétti út í móti Ester gullsprotann, er hann hafði í hendi sér. Þá gekk Ester nær og snart oddinn á sprotanum.3Og konungur sagði við hana: Hvað er þér á höndum, Ester drottning, og hvers beiðist þú? Þótt það væri helmingur ríkisins, þá skal þér það veita. 4Þá mælti Ester: Ef konunginum þóknast svo, þá komi konungurinn, ásamt Haman, í dag til veislu þeirrar, er ég hefi búið honum. 5Þá sagði konungur: Sækið Haman í skyndi, svo að vér megum gjöra það, sem Ester hefir um beðið. Þegar nú konungur, ásamt Haman, var kominn til veislunnar, er Ester hafði búið, 6sagði konungur við Ester, þá er þau voru sest að víndrykkjunni: Hver er bæn þín? Hún skal veitast þér. Og hvers beiðist þú? Þótt það væri helmingur ríkisins, þá skal það í té látið. 7Þá svaraði Ester og sagði: Bæn mín og beiðni er þessi: 8Hafi ég fundið náð í augum konungsins og þóknist konunginum að veita mér bæn mína og gjöra það, er ég beiðist, þá komi konungurinn og Haman til veislu þeirrar, er ég mun búa þeim. Mun ég þá á morgun gjöra það, sem konungurinn hefir óskað.

 

Við munum finna þessi konungs hylli og velþóknun yfir okkur meira en áður. Eins og Ester íklæddist konunglegum skrúða og fann náð í augum konungs og var bænheyrð eins munum við fá náð til að íklæðast þeim nýju klæðum sem Drottinn hefur fyrirbúið okkur á þessum dögum sem eru framundan og við fáum bænheyrslu eins og Ester var bænheyrð.  Ég hef séð þessa skikkju koma yfir söfnuð Guðs, sem spámannlega, postullega bænasmurningu, að fara úr skömm og ákæranda inn í heiður Guðs og framganga í konunglegu valdi (Sjá Sakaría 3 kafla þessu varðandi).  Ég trúi því að við munum ganga inn í bæna og föstulífstíl með gleði, að sá lífstíll verði okkur ekki sem kvöð heldur ánægja.  Drottinn mun gleðja okkur í bænahúsi sínu, hans gleði er okkar styrkur.  Það er til fasta í bænahúsunum sem er kölluð brúðar fasta, það er fasta þar sem fastað er einn dagur á viku og síðan eina viku í hverjum mánuði eru fastaðir þrír dagar.

 

Við lærum að hætta að takmarka allt við okkar eigin veikleika og óverðugleika. Okkur stendur til boða lind sem hreinsar í burt synd, saurugleik og óverðugleika til að taka á okkur konunglegu klæðin sem Guð hefur fyrirhugað okkur sem brúði sinni.Gætum þess að halda áfram að keppa að markinu og vinna að sáluhjálp okkar því að ekkert gerist algjörlega að sjálfu sér. Ef við gerum það þá munum sjá hluti byrja að ganga núna í uppfyllingu sem við höfum þráð í mörg ár að muni rætast. 

Frá mér séð þá verða árin 2013 og 2014 bestu árin sem hafa nokkru sinni komið til að tengjast fólki, dragast nær Guði og uppfylla köllunina á lífi okkar.  Árið 2013 ætti að vera okkur sem tilheyrum Jesú Kristi mikið fagnaðar ár vakningar og endurreisnar.

 

*Vitnisburður.  Ég þurfti að flytja á árinu. Þeir sem hafa staðið í því að þurfa að flytja, kannast við það hvað það getur verið erfitt og óþægilegt sérstaklega ef börn eru í myndinni.  Þegar maður flytur þá þarf maður að losa sig við margt sem engin not eru lengur fyrir og eða ekki rúmast á nýjum stað.  Það er líka mikið álag og spenna sem fylgir því að flytjast búferlum.  Síðan er líka óþægilegt að maður finnur ekki neitt á meðan allt er enn í kössum.  Enn verra er það ef maður veit ekki hvað bíður manns, hvort maður fái húsnæði eða ekki eða hvert maður flytur.

Vegna efnahagshrunsins þá hafa margir nú þegar misst húsnæði sitt og margir standa frammi eða eru í óvissu því varðandi.  Ég missti húsnæðið mitt og þurfti að finna nýtt fyrir okkur fjölskylduna.  Það var ekki auðvelt þar sem mjög erfitt er að fá leiguhúsnæði, við reyndum og ekkert gekk.  Þegar vika var til stefnu að við þyrftum að rýma húsnæðið vorum við engu nær, það reyndi virkilega á að treysta Guði og hvíla í honum.  Á síðustu stundu fengum við húsnæði.  Guð kemur aldrei of seint, Guð er alltaf á réttum tíma með lausn fyrir þá sem hans leita. Guð er að fara með okkur á nýjan stað (andlega) og því fylgja óþægindi og það reynir á að treysta Honum og hvíla í Honum í gegnum þessi umskipti.  Bæn og lofgjörð og að dvelja í orðinu minnka ringulreiðina og óvissuna.

 

Margir hafa reynt það á síðasta ári að þeirra áætlun er ekki eins og Guðs áætlun og það hefur reynt á þolrifin.  Guð er með áætlun okkur til heilla en ekki til óhamingju.  Það er okkar að læra að hlusta og hafa augun á réttum stað, beinum sjónum okkar til höfundar og fullkomnara trúar okkar.  Guð er með fullkomna áætlun og það er ekki tilviljun að einmitt núna er að hann að reisa upp sína postula og spámenn.  Guð er að koma með miklar opinberanir og niðurhal.  Margir hafa átt erfitt með að rísa upp í köllun sinni að finna jafnvægi á milli þess sem er frá Guði komið og á milli þess mannlega í okkar lífi.  Ég er þar á meðal.  Núna á þessu ári mun verða breyting á, Guð mun gefa þetta jafnvægi og sinn stuðning á yfirnáttúrulegan hátt.  Það mun gerast eins og hendi sé veifað.  Við erum kominn á þann tíma sem fullum þroska er náð að brúðar vakning verði í lífi okkar.  Þetta er ekki ósvipað því er Jesús hóf sína þjónustu um 30 ára gamall og valdi sína postula.  Þeir tóku sín fyrstu skref með Jesú þau þrjú ár sem hann starfaði áður en hann fór upp á krossinn til að deyja fyrir okkar syndir.  Þegar Jesú var upprisinn þá skírði Hann sína fyrstu postula með Heilags anda krafti og eldi til að umbreyta heiminum. Við erum genginn inn í samskonar endurreisn, enda tíma vakninguna. Ef við leggjum saman töluna 20 og 13 í ártalinu 2013 þá fáum við út töluna 33 sem er sá aldur sem Jesús náði fullum þroska í þjónustu sinni, Hann byrjaði með 12 postula og var sjálfur númer þrettán, magnað ekki satt. 

 

Augu Guðs eru á okkur, til að annast okkur og gera það sem við höfum ekki getað gert.  Augu okkar munu upp ljúkast á nýjan hátt fyrir dásemd Guðs, ljóma dýrðar Guðs og hvers hann er megnugur.  Við hættum að lifa í því að takmarka Guð út frá sjálfum okkur.  Guð mun gefa okkur meira jafnvægi á milli þess sem við meðtökum frá honum og þess hver við erum og hvers við erum megnug er við leifum honum að flæða í gegnum okkur.  Það besta við þetta allt, öllum er boðið að taka þátt.  Guð mun vitja síns fólks/kirkjunar á þessu ári, brúðar vakningar ár 2?13

 

 

Drottinn blessi þig  

28.10.2012 18:27

Eining - Unity

Ég sá sýn í dag hvernig Guð vill endurnýja göngu okkar með honum, hvernig hann vill taka allt frá okkur sem hefur verið að íþyngja okkur og gera okkur þreytt í að gera vilja hans.  Guð vill endurnýja okkur, gefa okkur nýjan styrk meðtaktu það í Jesú nafni.
Ég sá í sýn er Jesú var að bera krossinn og var orðinn alveg örmagna á leiðinni og að slygast undir þessari þungu byrði, þá kom maður sem bar krossinn hans síðustu skrefin.  Við þurfum svo á hvort öðru að halda, að halda eininguna er mjög mikilvægt núna.  Einingin er Guðs gjöf til okkar, Guð er einingin, og það er okkar að kappkosta það að varðveita hana.
Jesús sagði okkur að taka upp kross okkar daglega og fylgja honum.  Ég sá hvernig hann sendir okkur hjálp er við erum orðin alveg að fram komin undir byrði krossins.  Við þurfum á hvort öðru að halda, í einingu andans og trúarinnar til að vera styrkur inn í hvors annars líf.  Við eigum að bera hvers annars byrðar.  Í einingunni mun Guð flæða þessari endurnýjung til okkar.  Við þurfum að dvelja í honum, í hans einingu saman, en ekki í mistökum og göllum hvers annars og okkar sjálfra.  Þegar við gerum það þá mun Guð flæða fjórum fljótum olíu, daggar, blessunar og lífi til okkar uns yfirflæðir (Sálmur 133).

Smelltu hérna til að lesa grein sem að ég skrifaði og talaði um svipað efni.

------------------------------------------------------------------------------------------------------
I saw in a vision to day how God want to renew our walk with him, how he want to swallow up everything that is to burden us and is making us tired to do his will. God want to refresh us and renew our streangth, receive it in Jesus name.
I saw in a vision when Jesus was carrying the cross and he was under a heavy burden, then one man joined in and took up the cross for him and carried it the final phase.
To keep the unity is very important, God unity is a gift to us, it is our work to keep it. Jesus told us to pick up our cross daily and follow him. I saw how he sends us help when the cross is too heavy to carry in our lives. We need each other, in the unity of the spirit and faith to be a streangth to each other. We need to carry each others burden. Through the unity, God is going to flow this refreshenes in to our live.
We need to dwell in him, his unity and not in others and our failures and disadvantages. When we do so the oil, dew, blessings and live will fill us and overflow from us (Psalm 133).
23.09.2012 17:01

Orð uppörvunar að vænta mikils og dreyma stórt

Orð sem kom til mín í dag;
Hlustið á hjarta ykkar, á það sem ég Drottinn Guð hef sett í hjarta ykkar, hlustið á mína rödd en ekki á það sem menn hafa að segja sem er ekki samkvæmt mínu orði.  Ef þið hlustið á menn og á það sem þessi heimur hefur fram að færa þá munuð þið berast fram og aftur tæld af véla rögðum villunnar.  En ég segi við ykkur í dag, hlýðið á mig og mitt orð.  Hef ég ekki lagt anda minn og orð mitt í hjarta ykkar, hlýðið á mig, á hina smáu, blíðu rödd Heilags Anda í lífum ykkar.

Ég mun enn á ný blása vindum Heilags Anda, blása glæðum í það sem þegar er til staðar.  Væntið stórra hluta af mér, ég mun enn á ný láta til mín taka, verki mínu er enn ekki lokið.  Væntið stórra hluta, dreymið stórt því að í mér er allt mögulegt.  Takið þær væntingar og drauma sem hafa eins og kulnað, færið þær fram fyrir mig, ég mun taka þær í hendi mína og blása nýju lífi í þær og bera þær upp á arnarvængjum inn í nærveru mína til þess að uppfylla þær.  það er ég sem hef sett væntingar og drauma í ykkur og ég mun uppfylla þær í mér segir Drottinn.  Væntið mikils, dreymið stórt, fylgið minni röddu því að ég mun koma því til leiðar sem ég hef lagt í ykkur og blásið ykkur í brjóst til að gera segir Drottinn Guð ykkar.

14.04.2012 06:00

Eldgos / Vakning - Volcano erupt / Revival

Ég var að vakna klukkan 5:50 núna á afmælisdaginn minn (ég fæddist um þetta leiti 1963 á páskadagsmorgun). Ég hef ekki dreymt neitt sérstakt undanfarið nema einn draum í fyrrinótt.

Ég dreymdi í morgun að ég var búinn að vera á trúboðssamkomu með United Reykjavík í Tjarnarbíó. Ég  var búinn að dreyma þann draum og þessi var tekin við, ég dreymdi að ég var staddur með Kolbeinn og Guðrún Erlu (forstöðuhjón Bænahússins þar sem ég sækji samkomur) í litlum bíl ásamt öðrum og Kolbeinn segir; það er bara ekkert sumar komið ennþá (enn svona frekar dimmt yfir og napurt veður eins og búið er að vera undanfarið), og Kolbeinn bætir við; það verður sennilega ekkert gott sumar veður! Ég segi þá; það þýðir bara eitt, eldgos! Á sama augnabliki dimmdi meira yfir og það byrjaði eldgos.

Við fórum út úr bílnum og þar var Anton sonur Kolbeins og Guðrúnar Erlu að taka myndir og video af gosinu sem fór beint á netið. Guðrún Erla segir við verðum að drífa okkur strax í burtu gosið er svo nálægt (við vorum í Hafnarfirði og sáum eldinn frá eldgosinu brenna nokkur hús, og það var svona dökkur mikill reykur sem kom frá gosinu, þetta minnti mig á gosið í Vestmannaeyjum 1973). Og ég vaknaði við það að við stukkum inn í bíl til að keyra í burtu án þess að hafa tíma til að taka nokkuð með okkur (Ég, Kolbeinn og Guðrún Erla búum öll í Hafnarfirði). Ég spurði Guð hvað ert þú að segja með þessum draum, og það kom til mín vakning, Heilags Anda eldurinn fer hús úr húsi, gegnumbrot dýrðar Guðs fyrir Ísland. Eldur og kraftur Heilags Anda snertir fólk.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Volcano erupt / Revival

I woke up 5:50 this morning (to day is my 49 years old birthday). I dreamt I was in a evangelist meeting in down town Reykjavík, then suddenly I dreamt another dream. I was in a small car with my pastor and he says; It is no summer coming yet (still dark and cold weather outside, as it is now), and my pastor says, it is possible it will not come summer weather! I say then, it can only mean one thing, Volcano erupt will start! immediately dark cloud came over and volcano erupt started (we was in Hafnarfjordur, it is area we live in closed to Reykjavik). We stepped out of the car and Toni, my pastor son was taking pictures, and my pastor wife says we need to leave now (we saw few houses burn because of the volcano fire, this happend in Vestmannayjar erupt 1973). I woke up from the dream and wroted down, I asked God what do this dream mean and it came to me Revival, the Holy Spirit fire will go from house to houses in Iceland, fire of God glory will shine forth.


26.01.2012 01:35

Orð fyrir 2012

Orð fyrir árið 2012 - Samantekt Árni Þórðarson, janúar 2012

Trúað til lífs, það rætist sem Guð hefur talað

 

1.    Orð trúar gefur líf og gegnumbrot

Árið 2011 var ár spámannsins, árið 2012 er ár postulans. Ég sé hvernig þessi tvö ár tengjast sterkt í því samhengi hvað Guð hefur nú þegar sýnt okkur og er að gera. Þessi tvö ár hafa með tenginu að gera (grundvöll húss Guðs) og þar er áherslan sem Guð er með núna að við tengjumst hvort öðru sem hans bygging og líkami (fjölskylda). Það sem Guð hefur lagt í okkur og eða talað til okkar og við höfum ekki vitað hvernig við ættum að framkvæma það eða ekki getað framkvæmt ein og sér mun Guð byrja að gefa okkur náð til að framkvæma á þessu ári. Hið postullega hefur mikið með það að gera að tengjast hvort öðru og starfa saman sem ein fjölskylda með hag Guðsríkisins fyrir brjósti.  það sem okkur var gefið sem eins og ómótað efni 2011 mun Guð móta þetta árið og setja í réttar skorður. Guð mun kunngjöra okkur hluti sem við höfum ekki áður þekkt og opinbera sýna dýrð (Jeremía 33:3).

Talan 11 er tala spámannsins, (getur haft með óreyðu eða rugling að gera), tala umskipta, að fara áfram og að vakna upp. Guð er að gera umskipti að við förum frá ellefu (rugling, ekki ósvipað og er Ísraelsmenn voru í herleiðingu í Babylon í 70 ár) yfir í töluna tólf sem hefur með stjórn Guðs að gera og postullega reglu/tilskipun að gera (Kanasland). Guð er að leiða okkur á hærra undir sinn höfðingjadóm (sáttmálsörkin/dýrðin) og því fylgir meiri postulleg smurning og gegnumbrot er við lútum vilja Guðs. Áður en ég fer nánar í þetta þá ætla að byrja á því að rifja lítillega upp sem Guð talaði til okkar á síðasta ári.

Guð talaði sterkt til okkar á allan hátt og hefur verið að vekja fólk upp eins og er hann vakti Lasarus upp af svefni. Við fundum að við þyrftum að taka stöðu okkar og vera það fólk sem stendur i skarðinu að biðja og kalla inn fólk frá andlegum dauða og til hafa áhrif að brostnir draumar og væntingar myndu glæðast á ný. Það sem Guð hefur talað áður inn í líf okkar og hefur ekki orðið að veruleika, verður núna að veruleika (Jóhannes 11:11). Þetta var ár annað tækifæris að koma aftur til Guðs og fá brostna drauma sína og væntingar og þau fyrirheit sem Guð hefur gefið og þau spádómsorð sem yfir okkur hafa verið töluð uppfyllt og fá það til baka sem hefur glatast (Jesaja 11:11).

Í byrjun ársins 2011 talaði Guð greinilega til okkar að tími væri fyrir það núna að byrja að kenna um hlutverk Postula og Spámanna í kirkjunni og þjóðfélaginu. Þetta eru þær dyr sem Guð hefur opnað.  Guð er að gefa mér opinberanir á því sem ég þekkti ekki áður. Guð sýndi mér í draumi hvernig hann reisti upp fimmföldu þjónustuna þannig að þær mynduðu dyr eða og brú, frá því gamla yfir í það nýja sem hann er að gera. Að fara frá forstöðumanna húsi yfir í postullegt hús. Húsi Sáls yfir í hús Davíðs, gamall og nýr vínbelgur. Ég hef einnig tekið eftir því að Guð er að tala það sama til margra og er aðrir tala það sem Guð hefur sýnt þeim þá er það í samhljómi og kemur sem staðfesting. Þetta eykur flæðið mikið og flýtir fyrir framgangi, hraðar verkinu. Þess vegna vill Guð að við tengjumst og störfum saman sem ein fjölskylda (Sálmur 133).

Guð talaði til okkar að vakningin væri byrjuð eins og árnar sem renna undan þröskuldinum í Esíkel 47 kafla. Fyrsta áin er byrjuð að flæða í ökla og hefur með fúsleika okkar að gera. Vinir, leyfum Guði að þvo skömm okkar og synd að við þjónum hans réttlæti í fúsleika, að við fullnægju öllu réttlæti eins og Jóhannes skírari þegar hann skírði Jesús. Við erum meira en verðug til að gera vilja Guðs vegna réttlæti Guðs í Kristi Jesú, hættum að vera bara þiggjendur, lægjum okkur undir höfðingjadóm Guðs og leyfum honum að flæða í gegnum okkur.

Kolbeinn Sigurðsson kom með orð fyrir þetta ár að það væru dyr sem við þyrftum að fara inn um, ég hvet ykkur sem hafið ekki heyrt hvað hann hefur sagt að lesa greinarnar hérna.

Til þess að fara inn um þessar dyr þurfum við að stíga yfir þröskuldinn. Við stöndum með tærnar við þennan þröskuld þar sem árnar flæða undan.  Guð hefur opnað víðar og verkmiklar dyr en andstæðingarnir eru margir (1 Korintubréf 16:9). Þetta hefst ekki baráttulaust, við þurfum að berjast í gegn til að fara yfir þennan þröskuld, því að óvinur sálna okkar vill ekki að við förum lengra.

Esekíel 10:4

Þá hófst dýrð Drottins upp frá kerúbunum og færði sig yfir á þröskuld hússins. Skýið fyllti húsið og ljómi frá dýrð Drottins fyllti forgarðinn.

Við þurfum að stíga yfir þennan þröskuld inn í dýrð Guðs, það má segja það að við stöndum núna í ljóma dýrðar hans í forgarðinum. Þetta er árið sem Guð vill opinbera sína dýrð meira en áður. Megi Guð gefa okkur öllum náð til að taka þetta skref auðmýktar.

Jesaja 6:1-8

Árið sem Ússía konungur andaðist sá ég Drottin sitjandi á háum og gnæfandi veldistóli, og slóði skikkju hans fyllti helgidóminn. 2Umhverfis hann stóðu serafar. Hafði hver þeirra sex vængi. Með tveimur huldu þeir ásjónur sínar, með tveimur huldu þeir fætur sína og með tveimur flugu þeir. 3Og þeir kölluðu hver til annars og sögðu: Heilagur, heilagur, heilagur er Drottinn allsherjar, öll jörðin er full af hans dýrð. 4Við raust þeirra, er þeir kölluðu, skulfu undirstöður þröskuldanna og húsið varð fullt af reyk. 5Þá sagði ég: Vei mér, það er úti um mig! Því að ég er maður, sem hefi óhreinar varir og bý meðal fólks, sem hefir óhreinar varir, því að augu mín hafa séð konunginn, Drottin allsherjar. 6Einn serafanna flaug þá til mín. Hann hélt á glóandi koli, sem hann hafði tekið af altarinu með töng, 7og hann snart munn minn með kolinu og sagði: Sjá, þetta hefir snortið varir þínar. Misgjörð þín er burt tekin og friðþægt er fyrir synd þína. 8Þá heyrði ég raust Drottins. Hann sagði: Hvern skal ég senda? Hver vill vera erindreki vor? Og ég sagði: Hér er ég, send þú mig!

Þessi vers þau segja svo margt, kröftug vers, dýrð sé Guði.

Þrátt fyrir að við séum syndug,  þá erum við réttlætt í honum. Guð  hefur verið að verka í okkur að vilja og framkvæma sér til velþóknunnar núna er kominn tími til að fara af stað.  Við vitum að orðið postuli þýðir að vera sendur. Þegar við segjum hér er ég, send þú mig og við förum síðan af stað í hans nafni,  þá kemur postulleg smurning yfir okkur, það er einmitt þetta sem þeir munu fá að reyna ríkulega á þessu ári sem halda sig við Drottinn. Við erum ekki ein í baráttunni, dýrðaraugu Drottins hvarfla til og frá og hann mun sýna sig máttugan á þessu ári með úthellingu dýrðar yfir sitt hús. Seinni dýrð hússins mun verða meiri en sú fyrri. Þeir sem hafa staðið fyrir utan hafa ekki haft hingað til mikið álit á okkur en það mun breytast er við upplifum á ný postulasöguna í hnotskurn og tökum fyrstu skrefin inn í endatíma vakninguna.

Undirstöður þröskuldana skulfu og húsið varð fullt af reyk. Þegar Guð vill opinbera sýna dýrð þá reynir á undirstöðurnar. Hvernig er undirstaðan í okkar lífi?  Höfum við byggt á réttum grunni? Það hristist allt sem hægt er að hrista því Guð vill opinbera sína dýrð. Við getum eignast mismunandi dýrðarliti Guðs í gegnum mismunandi reynslur sem við förum í gegnum. Þrenging vor er skammvinn en hún aflar oss eilífrar dýrðar sem stórum yfirgnæfir allt.  Þetta er árið sem Guð mun opinbera sína dýrð, dýrð Guðs mun færa okkur langþráð gegnumbrot.  Dýrð Guðs var  yfir sáttmálsörkinni í Tjaldbúð Móse, þar voru englar. Sáttmáls örkin er mynd upp á höfðingjadóm Guðs, postullegt skipulag.

Þegar Guð gefur fyrirheit, spádómsorð þá virðist stundum eins og andstæða þeirra komi upp, gott dæmi um þetta er líf Jósefs og Davíðs. Við getum treyst því að Guð gerir ekki mistök.

Jeremía 33:3

Kalla þú á mig og mun ég svara þér og kunngjöra þér mikla hluti og óskiljanlega, er þú hefir eigi þekkt.

Er við fáum spádómsorð þá eru þau eins og sæði trúar sem er gróðursett í okkur til að hjálpa okkur að vaxa og dafna í hans hjálpræði. Spádómsorð eru til þess að glæða trúarlíf okkar (huggun, hvatning, uppbygging) og til þess að hjálpa okkur að fara rétta leið lengra. Allt of margir bíða eftir því að spádómsorðin rætist af sjálfu sér og eða að Guð geri allt fyrir okkur. Þetta virkar ekki þannig. Spádómsorðin eru sæði trúar sem þarf að rækta og eða er eins og þegar getnaður á sér stað í móðurlífi og síðan hefst meðgangan þar til fæðing á sér stað (orðið kemst í uppfyllingu). Á meðgöngunni þarf að hlúa að fóstrinu, móðirinn þarf að gæta þess að nærast rétt og gera ekkert sem gæti skaðað fóstrið á meðgöngunni. Biðjum og tölum út spádómsorðin. Ef þú hefur fengið orð um að gera eitthvað eins og til dæmis prédika, byrjaðu þá að undirbúa þig með því að lesa orðið og biðja fyrir því og skrifa niður prédikanir.

Habbakuk 2:1-3

Ég ætla að nema staðar á varðbergi mínu og ganga út á virkisvegginn og skyggnast um til þess að sjá, hvað hann talar við mig og hverju hann svarar umkvartan minni.

2Þá svaraði Drottinn mér og sagði: Skrifa þú vitrunina upp og letra svo skýrt á spjöldin, að lesa megi viðstöðulaust.

3Því að enn hefir vitrunin sinn ákveðna tíma, en hún skundar að takmarkinu og bregst ekki. Þótt hún dragist, þá vænt hennar, því að hún mun vissulega fram kom

Það er nauðsynlegt að skrifa vitranirnar niður. Við sjáum einnig að Guð talaði við hann og hann við Guð. Vitrunin hefur sinn ákveðna tíma og skundar að markinu þar til hún rætist. Það eru margir sem átta sig ekki á því að það er hægt að rýna aftur og aftur í sýnirnar og draumana eða vitranirnar sem Guð hefur gefið til að fá meira og sjá meiri smáatriði. Eftir því sem nær dregur koma fleiri molar og púslur í myndina, staðfestingar þar til hún nær takmarkinu og rætist algjörlega.

1 Korintubréf 13:9-10

Því að þekking vor er í molum og spádómur vor er í molum.

10En þegar hið fullkomna kemur, þá líður það undir lok, sem er í molum.

Trúum við orði Guðs og því sem hefur verið talað inn í líf okkar þó að það sé enn ómótað? Þegar við trúum því og varðveitum það þá verður það okkur til lífs þrátt fyrir mótlæti og við höldum áfram í trú án þess að gefast upp uns það rætist til fulls.

 

2.   Grundvöllur byggingarinnar.

Efesusarbréfið 2:20-22

Þér eruð bygging, sem hefur að grundvelli postulana og spámennina, en Krist Jesú sjálfan að hyrningarsteini.

21Í honum er öll byggingin samantengd og vex svo, að hún verður heilagt musteri í Drottni.

22Í honum verðið þér líka bústaður handa Guði fyrir anda hans.

Biblían er öll skrifuð af spámönnum og postulum, þeir eru grundvöllur byggingarinnar. Byggingin er öll samantengd og vex, svo að hún verði heilagt musteri í Drottni. Guð vill að við séum tengd saman og vöxum í honum til að verða heilög brúður hans. Árið 2013 verður ár brúðarinnar.

Guð er að tala í gegnum nánast allt þessa dagana. Guð hefur gefið okkur fyrirheit, hann hefur talað í gegnum orð sitt og fyrir anda sinn og í gegnum sýnir og drauma og kringumstæður. Hann hefur sýnt okkur á einn eða annan hátt hver hans vilji er og hvað okkur ber að gera. Við vitum flest öll hvað okkur ber að gjöra, en kannski minna hvernig við eigum að koma því í framkvæmd. Á þessu ári mun Guð taka meira yfir en áður og sýna okkur hvernig við eigum að framkvæma hlutina.

Guð umbar meira hérna áður það sem við gerðum eða gerðum ekki, en núna hefur orðið breyting á því. Það sem við eins og komumst meira upp með hérna áður verðum við núna að fara að leggja til hliðar ef við ætlum að gera allan vilja Guðs og vaxa til að verða heilög brúður hans. Ég sá árið 2008 þessi umskipti verða, þá voru 60 ár frá stofnun Ísraelsríkis og ég sá eins og 10 ára ferli frá 2008 er Guð mundi byrja að undirbúa endurreisn og koma með flæði vakningar sem myndi ná yfirflæði á 10 árum ef honum myndi dvelja (Mattheus 24 kafli og fyrstu versin í kafla 25).  Árið 2018 verður Ísrael 70 ára, en talan 70 er bókstafurinn Aí á hebresku sem þýðir auga, uppspretta, dyr, endurreisn. 

Guð hefur verið að koma með breytingar og hafa allir fundið fyrir því, þó svo að þær hafa virst vera óljósar til að byrja með en núna munu þær verða enn greinilegri. Guð hefur síðan 2008 verið að hægja á öllu svo að við missum ekki af. Það var kominn svo mikill hraði í allt, allir á fullu, og allt á fleygiferð og mikil hætta á að illa færi. Margt fékk að grassera, spilling og óheiðarleiki. Guð hefur tekið á þessu, það hefur átt sér stað hreinsun. Vötn Guðs þau koma bæði með dóm og blessun allt eftir því hvernig við bregðumst við, þannig verður endanleg útkoma. Það má líkja þessu við flugvél sem er á miklum hraða og vegna hraðans þá er hætt við því að hún fljúgi af leið, missi af réttum ákvörðunnarstað. Einnig þarf hún að hægja á ferðinni er hún kemur inn til lendingar, ef ekki þá er hætta á því að hún brotlendi. Guð hefur verið að hægja á öllu til að ná athygli okkar, vekja okkur upp til meðvitundar um það sem skiptir máli, eru það veraldlegir hlutir eða andlegir hlutir? Að við metum gildi hlutana upp á nýtt. Við getum ekki komið með breytingar í eigin mætti, heldur Guð einn. Hann ætlast heldur ekki til þes að við breytum hlutunum í eigin mætti, heldur að við komum til hans. Hann hefur verið að draga okkur nær sér, vekja upp þá þörf hjá okkur að koma til hans eins og í byrjun er við fyrst frelsuðumst. Vekja upp okkar fyrsta kærleika.

Guð er að reisa upp spámenn og postula núna til þess að hraða verkinu og hjálpa okkur til þess að fara lengra. Þessar þjónustur gegna lykil hlutverki á endatímanum, þær þurfa að tengjast hinum þjónustunum (trúboðanum, hirðinum, kennaranum) og starfa með þeim, til að fullkomna hina heilögu og láta þeim þjónustu í té, líkama Krists til uppbyggingar, 13þangað til vér verðum allir einhuga í trúnni og þekkingunni á syni Guðs, verðum fullþroska og náum vaxtartakmarki Krists fyllingar (Efesus 4 kafli).

 

2.    Postullegt hús

Við þurfum góðan grundvöll til að hafa trausta byggingu. Guð er búinn að leggja grunninn, það er núna okkar að tengjast hvort öðru og starfa saman í honum til að framkvæma þau verk sem við erum smíðuð til að gjöra (Efesusarbréfið 2:10).

Árið 2012 er ár postulans. Talan 12 er tala höfðingjadóms Guðs og hefur með 12 stjórnunnar nöfn Drottins að gera, einnig er hún tala postulans. Postulinn er höfuð líkamans, sem kemur hreyfingu á allan líkaman. Anton sagði fyrir þetta ár að Guð væri að tengja saman fólk eins og talan 12 er saman sett af tölumum 6 + 6, talan 6 er tala manns.

Áhersla Guðs er núna á þessu ári meira en nokkru sinni fyrr að við vinnum saman með hag Guðsríkisins fyrir brjósti. Að söfnuðirnir og einstaklingar innan safnaðana tengist saman til að vinna sameiginlega að mismunandi verkefnum með hag Guðsríkisins fyrir brjósti.

Ég sá fyrir þetta ár hvernig svo margir vita ekki hvernig þeir eiga að koma því í framkvæmd sem Guð hefur sett í þá að gjöra, og eða hefur verið talað inn í líf þeirra. Ég sá hvernig fólk í mismunandi söfnuðum voru með mola/púslur í höndunum og voru að reyna að raða þeim saman en það gekk ekki, þar sem fólkið eitt og sér var ekki með allar púslurnar til að raða saman til að fá heildarmynd Guðs. Ég sá hvernig Guð vildi að við tengdumst meira saman til að starfa saman og það vitnar með því sem að Anton talaði út. Ég sá að það var ekki fyrr en að fólkið tengdist hvort öðru og fór að starfa saman að púslurnar röðuðust saman og þá vissi fólkið hvernig ætti að framkvæma það sem Guð hafði lagt á hjörtu þeirra að gera.

Hið postullega hefur mikið með það að gera að við störfum saman þó svo að við séum ólík og með mismunandi skoðanir. Hættum að gagnrýna hvort annað eða það sem verið er að gera í veikleika, hlaupum frekar í skarðið og hjálpum til með það sem verið er að gera þó svo að það sé gjört í veikleika og eða ekki algjörlega eftir okkar höfði og eða unnið af fólki í öðrum söfnuði. Störfum meira saman að trúboði og höfum sameiginlegar bæna og lofgjörðarstundir í tíma og ótíma og við munum sjá postullega smurningu koma yfir kirkjuna sem aldrei fyrr, með öllu því sem að henni fylgir. Lækningum, kraftaverkum, táknum og undrum.

Ef einhver ritningarvers lýsa í stuttu máli hvað hið postullega stendur fyrir þá er það versin í postulasögunni 26 kafla 17-18 Ég mun frelsa þig frá lýðnum og frá heiðingjunum, og til þeirra sendi ég þig 18að opna augu þeirra og snúa þeim frá myrkri til ljóss, frá Satans valdi til Guðs, svo að þeir öðlist fyrir trú á mig fyrirgefningu syndanna og arf með þeim, sem helgaðir eru.

Postularnir hafa undursamlegan skilning á leyndardómum Guðs og munu miðla okkur af þeim visku brunni. Á þessu ári munum við sjá gegnumbrot og vígi óvinarins tekinn niður og fólki mun verða snúið frá myrkri til ljóss frá Satans valdi til Guðs.

Á þessari stundu, þessu ári 2012 mitt í allri ringulreiðinni sem hefur ríkt þá er Guð að taka yfir með sinn postullega höfðingjadóm. Guð mun núna taka yfir með sitt skipulag sem kemur reglu á alla ringulreiðuna. Hann reisir núna upp fólk sem sína rödd, mitt í allri ringulreiðunni sem sér eins og hann sér og mun færa fram gegnumbrot. Hann mun tengja okkur saman sem eina fjölskyldu og það mun færa það fram sem við höfum lengi þráð,  fólk mun taka eftir því og koma til Drottins. Ég veit ekki hvernig Guð gerir þetta, en þetta er það sem ég sé að hann ætlar að gera. Fólk sem hefur snerst af Guði en hefur ekki fengið almennilega lausn mun losna úr fjötrum og mun flæða í bæn og lofgjörð til Guðs.  Guð hefur eins og hingað til verið að þjóna til okkar, núna mun verða breyting á, hann mun byrja að þjóna, flæða í gegnum okkur sem aldrei fyrr. Þau höft sem hafa verið munu bresta.  Dýrðin hefur mikil áhrif og breytir okkur.

Aukning verður á því að  fólk fari út á við í trúboð á þessu ári, akrarnir eru hvítir og við munum sjá verkamenn fara af stað og taka inn uppskeruna. Englar Guðs eru farnir af stað núna til að taka inn uppskeruna með okkur. Við munum sjá miklu stærri lækningar og kraftaverk en áður og meiri hreyfingu komast á hlutina. Ég trúi því að endatíma vakningin sé byrjuð.  Ég trúi því að á næstu tíu árum ef Guð dvelur munum við sjá fleiri sálir frelsast en síðast liðin 2.000 ár.

Það kom til mín að ég ætti að taka stein og mola hann með hamri til tákns um það sem Guð ætlar að gera á þessu ári. Steinninn er mynd af vígi Satans og hamarinn er orð Guðs. Guð mun brjóta niður óvinnanleg vígi á þessu ári.  Seinni dýrð hússins mun verða meiri en sú fyrri. Dýrð Guðs hefur mikil áhrif og breytir öllu.

Við höfum verið eins og ungar sem koma út úr eggi, núna munum við fá styrk í vængina til að fljúga upp sem ernir á þessu ári nær dýrðinni.

 

4.    Breytingar, fólk fært til í embættum, úr og í stöður.

Höfðingjadómur Guðs (dýrð) og hið postullega knýr fram breytingar, byltingu!

Á gamlársnótt dreymdi mig draum. Vörður og Ester, forstöðu hjón Hvítasunnusafnaðarins í Reykjavík voru í draumnum. Það kom til mín að nöfnin þeirra væru táknræn fyrir það sem Guð er að gera núna fyrir þetta ár á Íslandi.  Andlega talað Vörður sem varðmaður (ekki bara spámaður, heldur einnig sem sjáandi) og Ester sem brúður.

Ég dreymdi að ég var staddur á Akureyri á samkomu hjá Hvítasunnusöfnuðinum, Vörður og Ester voru forstöðuhjón þar. Guð talaði mjög margt til mín í gegnum drauminn. Það sem ég upplifði í draumnum var í rauninni atvik sem gerðist í alvörunni fyrir mörgum árum síðan er ég var ég á samkomu hjá Hvítasunnusöfnuðinum á Akureyri ásamt Guðmundi Haraldssyni. Við vorum á þeim tíma í sölu og trúboðsferð fyrir Áfanga heimili Krossins.  Á þessari samkomu þá sá ég í sýn fína línu á milli mín og þess manns sem var að gefa vitnisburð í púltinu og Esterar konu Varðar (ég man ekki alveg hver maðurinn var en minnir að hann heiti Arnþór, hann bjó þá á Ísafyrði).  Hvað um það alla veganna þá sé ég þessa tengingu á milli okkar þriggja, ég sat aftast á samkomunni. Ég fann  kraft Guðs og smurningu koma yfir mig og rísa upp innra með mér og fann að ég átti að koma með tungutal sem Ester myndi síðan útleggja sem spádóms orð inn í líf þessa manns (ég hafði opinberun á því hvers eðlis orðin væru).  Ég fann þó þessa baráttu sem maður finnur nær alltaf er maður þarf að stíga svona fram.

Ég labba síðan af stað í áttina að manninum er hann kemur niður úr púltinu og Ester labbar að honum líka og ég tala út tungutalið og Ester útleggur síðan tungutalið. Orðið var á þessa leið að Guð myndi koma með breytingar á högum þessa manns og að hann myndi flytja frá Ísafyrði til Akureyrar og fara þar í þjónustu sem að gerðist. Á þessu sama augnabliki í draumnum þá sé ég líka þá breytingu sem varð er Vörður og Ester fluttu til Reykjavíkur og tóku við þar sem forstöðu hjón. Í draumnum upplifði ég það að ég var að spá, ekki í fortíðinni á samkomunni á Akureyri, heldur það sem Guð er að sýna mér núna og ég er að segja frá.  Ég upplifði það að ég væri að spá því sem Guð er að sýna mér fyrir þetta ár. Ég vissi að ég ætti að tala það út sem Guð sýndi mér og er að sýna mér.

Ég heyrði Guð segja; það eru breytingar, ég er að gera breytingar. Það mun verða  breytingar fólk mun verða flutt til í embættum og úr og í stöður ekki bara í kirkjunum heldur í þjóðfélaginu öllu (alveg eins og kom fram táknrænt í draumnum).

Ég sá einnig Esterarbók í hnotskurn hvernig Ester sem óþekkt persóna var reyst upp sem drottning og brúður og var í höndum Guðs sem verkfæri að bjarga þjóð sinni úr glötun. Ég heyrði allan tíman lagið hljóma með Halldóri Þorvaldssyni, Guð elskar alla menn án skilyrða. Það sem kom svo skýrt fram var hvernig öllum er boðið í brúðkaup lambsins, enginn undanskilinn. Hverjir munu bregðast við því kalli?  Ég sé hvernig Guð mun reisa upp réttlæti á þessu ári í þjóðfélaginu okkar, ekki ósvipað og gerðist á dögum Esterar, hvernig fólk mun rísa upp, venjulegt fólk og segja hingað og ekki lengra.  Það kom einnig til mín að stórt VEI kæmi yfir þá sem héldu áfram að þjóna spillingu og ranglæti að kúga og hafa af náunganum (Jesaja 5:8).  

Árið 2008 talaði Guð til mín meðal annars það að hann myndi tala í gegnum nánast allt, þar sem hann væri að starfa og vinna undirbúningsvinnuna, og jafnvel þar á meðal í gegnum bíó myndir. Ég sá eitt kvöldið núna í síðustu viku að það var verið að sýna Bíó mynd um Esterarbók, á Stöð tvö af öllum stöðvum.  þetta kom sem enn ein staðfestingin til mín. Það merkilega við þetta er það að ég heyrði Vörð tala á bænasamkomu í Fíladelfíu 8. janúar á þessu ári. Vörður talaði nákvæmlega um þetta sama, að það hafi komið til sín að það verði breytingar á mörgu en þó sérstaklega á því að fólk mun verða flutt til í embættum, úr og í stöður.

Ég dreymdi annan draum fyrir þetta ár, ég dreymdi það að við vorum nokkur saman að biðja fyrir manni sem var dáinn. Ég lagði hendurnar á hjarta mannsins í draumnum og það kom blossi og maðurinn tók kipp er hann lifnaði við. Ég sagði Connie Ellertsson þennan draum í samhengi með því að ég  bjóst alveg við því að Guð myndi gera kraftaverk er við báðum fyrir Óskari Páli rétt áður en hann kvaddi þennan heim.

Connie Ellertsson sagði að þessi draumur væri mynd upp á það að Guð væri að vekja upp líkama sinn, brúði sína. Að í gegnum þessa erfiðu reynslu við frá fall Óskars þá væri Guð að starfa í hjörtum fólks. Að dýrð Guðs muni opinberast í gegnum þessa sársauka fullu reynslu.

Ég er þess fullviss að í stað þess að við höfum misst Óskar Pál frá okkur að þá muni Guð gefa það margfalt til baka á annan hátt.  Ég trúi því að það sem var á hjarta Óskar Páls, það sem hann þráði að sjá sem framgang í Guðsríkinu muni gerast, að margar sálir muni koma til Drottins. Eitt af þeim spádómsorðum sem ég man að Óskar Páll fékk eru þau að hann er frumgróði unga fólksins fyrir vakningu.

 

Það er bæn mín að þessi orð hjálpi þér á göngunni með Guði,

Árni Þórðarson

19.11.2011 09:54

Tími framkvæmda

Tími framkvæmda

"Timi framkvæmda" er setningin sem ég vaknaði með í morgun og sá í framhaldinu sýn; hvernig stífla brestur og vatn flæðir fram er við gerum vilja Guðs. 1 Kronikubók 14:11 Héldu þeir þá til Baal Perasím. Og Davíð vann þar sigur á þeim, og Davíð sagði: Guð hefir látið mig skola burt óvinum mínum, eins og þegar vatn ryður sér rás.

Demetria Stallings bað okkur í gær á samkomu í CTF okkur sem sátum hægra megin að biðja Guð að gefa okkur draum eða sýn eða orð til að koma með í dag á samkomu.
Ég vaknaði með setninguna í huga mér í morgun; tími framkvæmda eða tími kominn til að framkvæma verk Guðs.  Verk Guðs er að trúa. Í framhaldinu sá ég sýn er hvernig vatn brýst fram í gegnum hindrun sem er í farveginum. Sýnin af brostnu hjarta sem á rann í gegnum sem ég sá í janúar í byrjun ársins varð aftur ljóslifandi fyrir mér og einnig sýnin af múrvegg sem hélt aftur af vatni sem sprakk, smelltu hérna til að lesa um þá sýn. Þegar báðir helmingar hjartans færðust saman þá hækkaði vatnið uns flæddi yfir allt hjarta laga grasið. Sá þessa sýn í janúar sem vakningu eins og segir í Esikel 47 kafla.

Fyrri Kroninubók 14:9-11
Og Filistar komu og dreifðu sér um Refaímdal.
10Þá gekk Davíð til frétta við Guð og sagði: Á ég að fara móti Filistum? Munt þú gefa þá í hendur mér? Drottinn svaraði honum: Far þú, ég mun gefa þá í hendur þér.
11Héldu þeir þá til Baal Perasím. Og Davíð vann þar sigur á þeim, og Davíð sagði: Guð hefir látið mig skola burt óvinum mínum, eins og þegar vatn ryður sér rás. Fyrir því var sá staður nefndur Baal Perasím.

Djöfullinn reynir að hindra okkur að gera vilja Guðs. Hindrun er eins og stífla sem reynir að stoppa flæði Guðs. Guð vill að við höldum afram og framkvæmum það sem hann hefur sett í okkur að framkvæma. Í sálmi 23 segir hann býr okkur borð frammi fyrir fjendum okkar. Fjendur okkar er hold, heimur og djöfull. Allt þetta þrennt er hindrun að vilji Guðs verði í okkar lífum. Er við berjumst að borðinu, borðið er í því allra helgasta. Þá verður gegnumbrot og vatn Guðs flæðir fram. Það getur ekkert stöðvað vilja Guðs, flæði Guðs í okkar lífi nema við sjálf (holdið), er við veljum að berjast að borði Drottins, sem sagt fara úr forgarði tjaldbúðarinnar inn í það helga með að berjast að borðinu, þá verður gegnumbrot og við förum inn í það allra helgasta. Það má líkja þessu við stíflu sem spryngur eða að það flæðir yfir hana eftir að vatnið hefur safnast upp öðrum veginn við vegginn. Það er kominn tími á það að Guðs fólk geri vilja Guðs og berjist í gegn, hættum að sætta okkur við það að vera bara í forgarðinum. Komum verki Guðs í gang, berjumst að borðinu, förum úr eyðimörkinni yfir ána Jórdan alla leið inn í Kanansland.

Margir halda að bikar okkar verði barmafullur eins og segir í Sálmi 23 sjálfkrafa, en svo er ekki. Við þurfum fyrst að berjast að borðinu með því að framkvæma það sem Guð hefur boðið okkur að gera og þá kemur smurningin og bikar okkar flæðir yfir. Er við stígum út úr okkar þægindum þá kemur smurning Guðs yfir og yfirflæði verður.

Sálmur 23
Davíðssálmur. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.
2Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta.
3Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns.
4Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.
5Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur.
6Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi.

ævi.

13.11.2011 10:57

Setja út net

Orð sem ég fékk til unga fólksins er ég vaknaði í morgun (unga fólkið hélt mót í kirkjulækjarkoti þessa helgi sem nefnast Kristleikar)

Ég er að safna ykkur saman í mér, ég er að tengja ykkur saman í bandi friðarins.  Ein og sér eruð þið veik en sameinuð í mér eruð þið sterk.
Ég er að tengja ykkur saman í mér til að vinna stóra sigra í mínu nafni. Væntið mikils og haldið áfram að dreyma stóra drauma.  Ég hef sett í ykkur þrár og langanir sem eru mér velþóknanlegar segir Drottinn Guð. Langanir og þrár sem munu verða uppfylltar í mínu nafni. Haldið áfram að vænta mikils og dreyma stóra drauma því að það er ég sem að bænheyri ykkur og ég mun auka við þær væntingar og uppfylla þá drauma og þrár sem þið hafið, langt fram yfir það sem þið biðjið og skiljið.

Ég hef gefið ykkur fyrirheit til að standa á og sem að munu rætast.
Ég hef gefið fyrirheit um að úthella anda mínum yfir allt hold, að ungt fólk mun sjá sýnir, dreyma drauma og spá í mínu nafni. Þetta fyrirheiti er fyrir ykkur í dag, takið við því og framkvæmið það sem mér vel líkar því að andi minn hann býr í ykkur. Ég ætla að nota ykkur til að vinna stóra sigra í mínu nafni og að leiða fram vakningu sem að svo margir hafa verið að vonast eftir og biðja fyrir.

Ég  veiti kraft hinum þreytta og gnógan styrk hinum þróttlausa. Ungir menn þreytast og lýjast og æskumenn hnýga en þeir sem vona á mig munu fá nýjan kraft og fljúga upp á vængjum sem ernir. Þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir ganga og þreytast ekki.
Verið í mér, og vonið á mig, þið munuð enn á ný fá nýjan kraft og fljúga hærra upp á vængjum arnarins til að sjá og framkvæma mér til dýrðar.
Hingað til hafið þið verið ein og sér í veikum mætti að setja út öngla, en með því að starfa saman í mér munið þið setja út net til að taka inn uppskeruna sem ég hef fyrirbúið fyrir ykkur að gjöra.

Drottinn blessi ykkur og styrki ykkur í sérhverju góðu verki til að framkvæma sér til dýrðar.

Árni Þórðarson


27.09.2011 16:37

Tími framkvæmda

27.9.2011

Vaknaði eftir að hafa dreymt draum kl. 5:04 (sjá Jesaja 54 kafli) 

Dreymdi draum í nótt, í draumnum var kona er heitir Guðbjörg og í draumnum var veður að breytast, var að koma snjókoma (hef séð snjókomu sem vitjun Guðs, sem rema (núna) orð frá Guði.)

Drottinn gaf mér orð er ég vaknaði að hann væri að vekja upp fólk. Orðið er svona; Barnið er komið í burðarliðinn, fæðingarhríðarnar eru byrjaðar, en það er enginn kraftur til að fæða fram vilja minn segir Drottinn, ég hef kallað mörg hver ykkar lengi til ákveðinna starfa en þið hafið ekki sinnt því sem skyldi, heldur þverskallast. Þið hafið ekki brugðist við kalli mínu, kall mitt gengur enn á ný út í dag, enn er tími til að bregðast við kalli mínu segir Drottinn, en sá tími er að verða naumur. (fékk ritningarvers í Mattheus 22:1-14, boðið til brúðkaups en fólkið afsakaði sig með hinu og þessu, því það var svo upptekið og versin í Haggaí 1 kafla, að þeir flýttu sér með sitt hús en hús Drottins lá í eyði, þess vegna söfnuðu þeir í götótta pyngju og svo framvegis. Vegna þess að ég hef kallað ykkur til margvíslegra verkefna en þið hafið ekki sinnt því, þess vegna hefur sú áætlun sem hefði átt að vera komin í uppfyllingu dregist á langinn, það vantar kraftinn til að fæða það fram sem tímans vegna ætti að vera komið fram. Vilji Guðs til heilla en ekki óhamingju.

Guð er að kalla mörg hver okkar til ákveðinna starfa og þar á meðal til bæna fyrir hvort öðru og þjóð okkar. Ég finn hvernig Guð er að minna mig á ólíklegasta fólk til að biðja fyrir þó svo að það sé ekki nema stuttar bænir í önnum dagsins. Ég sjálfur hef verið sofandi enn finn að Guð er að vekja upp og þessi vitjun kemur sem aðvörun um að vakna upp áður en það er of seint. Guð aðvarar okkur mildilega í kærleika sínum til að vakna upp og bregðast við kalli hans sem er á lífi okkar. Hann er að kalla suma inn í samfélag við sig og inn í bænina, öðrum hefur hann falið verkefni að vinna fyrir sig eða þjónustu, þú hefur fundið þetta sem bank á þínu lífi en ekki sinnt því. Ég hef  til dæmis fundið bankað á hjarta mitt að tala út orðið á Omega, og á Lindinni og að segja öðrum frá með því að vitna fyrir fólki, en ekki brugðist almennilega við því en finn þessa knýjandi þörf. Vinir það er kominn tími á trúboð, að taka inn uppskeruna. Ég fann það í dag að ég varð að bregðast við því að tala þetta orð út.

Mörg hver ykkar munu bregðast við kalli mínu segir Drottinn því að það er enn tími þó svo að áliðið sé og barnið, þar að segja mín áætlun mun ná fram að ganga með ykkar líf og svo margra. Sum ykkar munu þó missa af og ljósastikan mun verða færð úr stað til þeirra sem munu bregðast við kalli mínu. Bregðist við kalli mínu svo ógæfan komi ekki yfir landið, því að ég hef áætlun til heilla en ekki óhamingju með líf ykkar segir Drottinn Guð.

Um daginn fékk ég vitjun (sjá grein; http://video.123.is/blog/2011/09/20/543300/) um hvað bænin skiptir miklu, öllu máli til að bægja frá ógæfu, illum öflum, hættum og hörmungum og að við þyrftum að íklæðast styrk Drottins og krafti máttar hans og fara í öll herklæðin til að nota það vald sem Guð hefur gefið okkur. Ég fann hversu bænin er megnug að jafnvel hreyfa við náttúru hamförum að þau verði ekki og að við þurfum að biðja að slíkt gerist ekki heldur að fólk vakni upp og taki stöðu sína.

Akrarnir eru hvítir til uppskeru en það vantar verkamenn. Eftir því sem tíminn færist nær þá verður rödd Drottins háværari og háværari. Tákn tímana, fæðingarhríðar, lúður hljómurinn, ómurinn verður hærri og hærri. Drottinn mun ná til fleiri og fleiri til þess að tala út orð í tíma töluð, hann er að reisa upp varðmenn til að biðja og tala út orð sitt málamiðlunnarlaust. Sumir munu skilja þetta aðrir ekki.

Drottinn blessi ykkur

Ritningarvers;

Mattheus 22:1-14
Þá tók Jesús enn að tala við þá í dæmisögum og mælti:

2Líkt er um himnaríki og konung einn, sem gjörði brúðkaup sonar síns.
3Hann sendi þjóna sína að kalla til brúðkaupsins þá, sem boðnir voru, en þeir vildu ekki koma.
4Aftur sendi hann aðra þjóna og mælti: Segið þeim, sem boðnir voru: Veislu mína hef ég búið, uxum mínum og alifé er slátrað, og allt er tilbúið, komið í brúðkaupið.
5En þeir skeyttu því ekki. Einn fór á akur sinn, annar til kaupskapar síns,
6en hinir tóku þjóna hans, misþyrmdu þeim og drápu.
7Konungur reiddist, sendi út her sinn og lét tortíma morðingjum þessum og brenna borg þeirra.
8Síðan segir hann við þjóna sína: Brúðkaupsveislan er tilbúin, en hinir boðnu voru ekki verðugir.
9Farið því út á vegamót, og bjóðið í brúðkaupið hverjum þeim sem þér finnið.
10Þjónarnir fóru út á vegina og söfnuðu öllum, sem þeir fundu, vondum og góðum, svo að brúðkaupssalurinn varð alskipaður gestum.
11Konungur gekk þá inn að sjá gestina og leit þar mann, sem var ekki búinn brúðkaupsklæðum.
12Hann segir við hann: Vinur, hvernig ert þú hér kominn og ert ekki í brúðkaupsklæðum? Maðurinn gat engu svarað.
13Konungur sagði þá við þjóna sína: Bindið hann á höndum og fótum og varpið honum í ystu myrkur. Þar verður grátur og gnístran tanna.
14Því að margir eru kallaðir, en fáir útvaldir.

Orðskviðirnir14:14
Rangsnúið hjarta mettast af vegum sínum svo og góður maður af verkum sínum.

Haggaí 1 kafli; http://biblian.is/default.asp?action=pick&book=36&chap=1

Opinberunarbókin 2:3-5
Þú ert þolgóður og byrðar hefur þú borið fyrir sakir nafns míns og ekki þreytst.
4En það hef ég á móti þér, að þú hefur afrækt þinn fyrri kærleika.
5Minnst þú því, úr hvaða hæð þú hefur hrapað, og gjör iðrun og breyttu eins og fyrrum. Að öðrum kosti kem ég til þín og færi ljósastiku þína úr stað, ef þú gjörir ekki iðrun.

Efesus 6 kafli; http://biblian.is/default.asp?action=pick&book=48&chap=6

Jesaja 66:7-9
Hún fæðir, áður en hún kennir sín, hún er orðin léttari að sveinbarni, áður en hún tekur jóðsóttina.
8Hver hefir heyrt slíkt? Hver hefir séð slíka hluti? Er nokkurt land í heiminn borið á einum degi, eða fæðist nokkur þjóð allt í einu? Því að óðara en Síon hefir kennt sóttar, hefir hún alið börn sín.
9Skyldi ég láta barnið komast í burðarliðinn og ekki láta það fæðast? segir Drottinn. Eða skyldi ég, sem læt barnið fæðast, loka móðurkviðnum? segir Guð þinn.

Síðari Konungabók 19:3
og skyldu þeir segja við hann: Svo segir Hiskía: Þessi dagur er neyðar-, hirtingar- og háðungardagur, því að barnið er komið í burðarliðinn, en krafturinn er enginn til að fæða.

Jesaja 37:3
og skyldu þeir segja við hann: Svo segir Hiskía: Þessi dagur er neyðar-, hirtingar- og háðungardagur, því að barnið er komið í burðarliðinn, en krafturinn er enginn til að fæða.

Hósea 13:13
Kvalir jóðsjúkrar konu koma yfir hann, en hann er óvitur sonur. Þótt stundin sé komin, kemur hann ekki fram í burðarliðinn.


20.09.2011 05:17

Aðvörun, ákall til bæna

Aðvörun
Ákall til bæna!

Þriðjudagur 20 september 2011 kl. 3.45.
Ég vaknaði og fann mig knúinn til þess að skrifa eftirfarandi línur niður og setja á netið.

7 september dreymdi mig eldgos við kirkjubæjaklaustur. Í draumnum sá ég mikinn bjarma þar yfir. Þetta voru tveir bjarmar sem voru svo nálægt hvor öðrum að þeir virtust sameinast í einn stóran bjarma. Þar sem ég stóð og horfði á eldgosið þá gaus Geysir mikið nær mér stórum vatnsstrók upp úr jörðinni og þar nálægt kom svo annar strókur svipað og kom úr Geysi nema að þetta var eldstrókur. Fannst þetta geta tengst draumi / vitjun sem mig dreymdi um þrjú eldgos þar sem gömul kirkja brann og á sama tíma var Guð að vekja fólk upp (þessi draumur minnti mig sterklega á þann draum, í þeim draum brann gömul svört timbur kirkja). sjá grein: http://video.123.is/blog/2010/10/28/531155/

Fjall Þremur dögum síðar kemur Rósa Lind dóttir mín til mín, (hún er tíu ára gömul) og segir við mig pabbi mig dreymdi það að Katla væri að gjósa og við pökkuðum niður í töskur til að flytja til útlanda (ég hef beðið börnin mína að segja mér ef þau dreyma áhugaverða drauma).

Núna í fyrri nótt dreymdi mig það að ég var að vitna í fjölmiðlum um það að gangan með Guði væri ganga í gegnum hæðir og dali og í dölunum væru hindranir, erfiðleikar sem þyrfti að takast á við og komast i gegnum (jafnvel þótt ég fari í gegnum dimman dal þá ert þú með mér bað Davíð í sálmi 23) og væri það mun auðveldara er maður leitaði Guðs í orði og bæn. Er ég var að vitna um þetta þá endaði ég vitnisburðinn á því að segja síðastliðinn hálfan mánuð er ég einmitt búinn að vera að fara í gegnum svona dal hindranir og núna er mikil þörf á því að biðja kröftuglega í gegn þó svo að manni líði ekki þannig og um leið þá vaknaði ég og vissi að ég ætti að hvetja Kristið fólk til að biðja núna sem aldrei fyrri. Í stað þess að falla í freistni og láta það ganga yfir sem er að ganga yfir eins og ekkert sé að fara í herklæðin og biðja í gegn kröftuglega. Kom til mín ritningarvers; Hann býr mér borð frami fyrir fjendum mínum og guðsríkið er ofríki beitt.
Ég fann mjög sterkt að ég ætti að hvetja fólk opinberlega til þess að ákalla Jesú nafn og taka í bænastrenginn. Er ég bað vilt þú Drottinn að ég tali út hvatningu þessa eðlis þá fann ég milda nærveru Guðs koma yfir eins og hann segði já. Þú sem þekkir ekki kraft bænarinnar og Jesú nafns og þú sem þekkir en hefur orðið hálfvolgur ákallaðu nafn Drottins Jesú núna.
Guð hefur undanfarið verið að tala mjög skýrt til mín með njósnamennina sem voru sendir inn í  Kaananslans af Ísraelsmönnum til að kanna landið. Nær allir nema tveir menn sögðu landið er óvinnandi og gerðu lítið úr Guði og fyrirheitum hans. Tveir menn Jósúa og kaleb höfðu annan anda og töluðu líf í nafni Drottins Guðs. Vinir það er á tungunnar valdi að tala líf og dauða í þeim aðstæðum sem við erum í sem einstaklingar og þjóð og þar kemur játning orðs Guðs og bænin mjög sterkt inn.

Núna í nótt þá vaknaði ég við það að mig var að dreyma og í draumnum þá var ég að segja Carolyn konunni minni að hætta að gefa mér straum í eyrun með heyrnartól, þetta var svo raunverulegt að hún heyrði mig segja upp hátt;  Hættu og hún vaknaði af svefni er ég gaf henni olnbogaskot. Carolyn sagði mér að hún var að dreyma mikla jarðskjálfta einhverstaðar úti á landi er ég vakti hana með þessu olnbogaskoti og einnig að hún fór til fólks sem hún þekkir á Selfossi og þá voru þau með bænastund. Það kom til mín strax er hún sagði þetta að hún ætti að segja þeim að byrja með bæna hóp heima hjá sér. Þetta sem ég er að skrifa er einsdæmi, þetta gerist venjulega ekki hjá okkur Carolyn að við vöknum svona upp á nóttinni. Allt í einu vorum við bæði glað vakandi klukkan 3:45 að nóttu til og ég finn að Drottinn byrjar að tala sterkt til mín og ég sé svona eldrauða yfirskrift á því AÐVÖRUN (HÆTTA).

Það sem Drottinn talaði til mín er svo hljóðandi; Það er mikil hætta á eldgosi / náttúruhamförum, biðjið fyrir því að svo verði ekki. Ég fann svo sterkt fyrir því hvað vægi bænarinnar er mikið. Þetta er í annað skiptið á mjög stuttum tíma sem ég finn að Guð er að sýna mér sterklega að bænin getur haldið aftur af því hvað gerist í náttúrunni hvað þá andlegum öflum. Ég fann að ég ætti að skrifa þessar línur og setja þær á netið til að hvetja fólk til bæna (eiga samfélag við Jesú Krist). Biðja í gegn því að eldgos verði og biðja þess í stað að það verði andleg vakning á meðal okkar sem þjóðar. Við viljum svo oft vanmeta mátt bænarinnar því að hún er svo einföld, en bænin hreyfir við andlegum öflum og Guð starfar í gegnum bænir og hann hefur allan mátt að starfa með að halda aftur af náttúruöflunum er við biðjum (Jesús sagði; ef þessir myndu ekki hrópa munu steinarnir hrópa. Jesús hastaði líka á storminn. Það eru nokkrir aðrir staðir í ritningunni hvernig bæn getur  hreyft við öflum, Guði og sköpunarverkinu). Ég fékk ritningar vers í Jakopsbréfinu 5:17 þessu til staðfestingar: Elía var maður sama eðlis og vér, og hann bað þess heitt, að ekki skyldi rigna, og það rigndi ekki yfir landið í þrjú ár og sex mánuði. 18Og hann bað aftur, og himinninn gaf regn og jörðin bar sinn ávöxt.

Vinir núna er tími til þess að VAKNA upp og ákalla Jesú nafn og BIÐJA HEITT.

Ég vaknaði klukkan 3:45 til að skrifa þetta og það kom til mín að það væri Jakopsbréfið 3, 4 og 5 kafli sem ég hvet ykkur til að lesa.

02.07.2011 23:02

Trúboð

Trúboð         

Samantekt Árni Þórðarson, 18. Mars 2011

Orð sem kom til mín aðfaranótt 18 mars 2011 varðandi trúboð, ég var búinn að skrifa eftirfarandi orð um klukkan sex um morgunin.

Í dag langar mig til þess að tala við ykkur um trúboð. Ég ætla að byrja að lesa fyrir ykkur vers sem margir kannast við í Efesusarbréfinu 4 kafla, versi 11; Og frá honum (Jesú) er sú gjöf komin, að sumir eru postular, sumir spámenn, sumir trúboðar, sumir hirðar og kennarar.

Það eru ekki allir með þá köllun og þjónustu á lífi sínu að vera trúboðar, aðeins sumir eins og fram kom í versunum sem ég var að lesa, en allir sem hafa eignast samfélag við Jesú Krist eiga og geta vitnað um nafn Jesús Krist, um það hver hann er og hvað hann hefur gert fyrir okkur.

1. Pétursbréf 2:9-10
En þér eruð útvalin kynslóð, konunglegt prestafélag, heilög þjóð, eignarlýður, til þess að þér skuluð víðfrægja dáðir hans, sem kallaði yður frá myrkrinu til síns undursamlega ljóss.
10Þér sem áður voruð ekki lýður eruð nú orðnir Guðs lýður. Þér, sem ekki nutuð miskunnar, hafið nú miskunn.

Við sjáum að í þessum versum að við eigum að víðfrægja dáðir Jesús í okkar lífi til annara, hans sem kallaði okkur frá myrkrinu til síns undursamlega ljóss. Þegar við vitnum um Drottinn og um það sem hann hefur gert fyrir okkur þá gefum við öðrum tækifæri á að eignast það sama og við höfum eignast í samfélaginu við Drottinn okkar og frelsara Jesúm Krist. Öll höfum við frá einhverju að segja sem Drottinn hefur gert fyrir okkur, það að hann hafi auðsýnt kærleika sinn til okkar meðan við enn vorum í syndum okkar er meira en nóg til að vitna um. Hann frelsaði okkur ekki vegna okkar eigin réttlætisverka heldur vegna síns blóðs sem rann á krossinum á Golgata og í þeirri laug þar sem Heilagur Andi hefur gert okkur að nýrri sköpun í honum, það gamla er horfið, sjá nýtt er orðið til! Er við segjum öðrum frá Jesú og því sem hann hefur gjört og er að gjöra þá veitum við öðrum tækifæri á því að eignast það sama og við höfum eignast í Guði. Ef okkur hefði ekki verið sagt frá á sínum tíma þá værum við kannski ekki á þeim stað í dag að eiga samfélag við Jesúm Krist.

Okkur ber skylda til þess að segja öðrum frá, ókeypis höfum við fengið ókeypis látum við í té. Okkur ber skylda til þess að gefa öðrum það tækifæri að eignast það sama og við, eylíft líf í Jesú Kristi, ekki bara líf, heldur líf í fullri gnægð. Vilt þú eiga líf í fullri gnægð með Jesú Kristi? Ef svo er þá hvet ég þig til þess að vitna um Drottinn. Það þarf ekki að vera flókin orð eða prédikun, einfaldlega segðu öðrum bara að Jesús lifir í dag, segðu öðrum að þú hafir kinnst því að eigin raun að hann sé raunverulegur og það mun breyta öllu. Það mun fyrst og fremst breyta þínu eigin lífi ásamt því að þú hefur gefið öðrum tækifæri að eignast það líf sem aðeins Jesús kristur getur gefið, kærleika, frið og gleði svo eitthvað sé nefnt og endurlausn um alla eylífð. Þegar þú segir öðrum frá þá er það ekki þitt verk að sannfæra um synd, réttlæti og dóm heldur er það verk Heilags Anda. Það er verk Heilags Anda að sannfæra um synd réttlæti og dóm. Jesús sagði í Jóhannes 14 kafla í versi 7-11 Ég segi yður sannleikann: Það er yður til góðs, að ég fari burt, því ef ég fer ekki, kemur hjálparinn ekki til yðar. En ef ég fer, sendi ég hann til yðar.
8Þegar hann kemur, mun hann sanna heiminum, hvað er synd og réttlæti og dómur,
9syndin er, að þeir trúðu ekki á mig,
10réttlætið, að ég fer til föðurins, og þér sjáið mig ekki lengur,
11og dómurinn, að höfðingi þessa heims er dæmdur.

Það eina sem við þurfum að gera er að opna munn okkar og tala sannleika Guðs, Guð sér síðan um restina, hann starfar þá fyrir Heilagan Anda á hjörtum fólksins. Orð Guðs snýr ekki til baka fyrr en það hefur unnið það verk sem Guð fól því að framkvæma. Þegar við segjum öðrum frá þá byrjar Guð að starfa samkvæmt því í lífum annara og það leysir okkar eigið líf einnig. Guð staðfestir alltaf sitt orð.

Esíkel  33:1-9
Orð Drottins kom til mín, svohljóðandi:
2Mannsson, tala þú til samlanda þinna og seg við þá: Þegar ég læt sverð koma yfir eitthvert land, og landsmenn taka mann úr sínum hóp og gjöra hann að varðmanni sínum,
3og hann sér sverðið koma yfir landið og blæs í lúðurinn og gjörir fólkið vart við,
4ef þá sá, er heyrir lúðurþytinn, vill ekki vara sig, og sverðið kemur og sviptir honum í burt, þá mun blóð hans vera á höfði honum sjálfum.
5"Hann heyrði lúðurþytinn, en varaði sig þó ekki; blóð hans hvíli á honum. En hinn hefir gjört viðvart og frelsað líf sitt."
6En sjái varðmaðurinn sverðið koma, og blæs þó ekki í lúðurinn, svo að fólki er ekki gjört vart við, og sverðið kemur og sviptir einhverjum af þeim burt, þá verður þeim hinum sama burt svipt fyrir sjálfs hans misgjörð, en blóðs hans vil ég krefja af hendi varðmannsins.
7Þig, mannsson, hefi ég skipað varðmann fyrir Ísraels hús, til þess að þú varir þá við fyrir mína hönd, er þú heyrir orð af munni mínum.
8Þegar ég segi við hinn óguðlega: Þú hinn óguðlegi skalt deyja! og þú segir ekkert til þess að vara hinn óguðlega við breytni hans, þá skal að vísu hinn óguðlegi deyja fyrir misgjörð sína, en blóðs hans vil ég krefja af þinni hendi.
9En hafir þú varað hinn óguðlega við breytni hans, að hann skuli láta af henni, en hann lætur samt ekki af breytni sinni, þá skal hann deyja fyrir misgjörð sína, en þú hefir frelsað líf þitt.

Alvarleg orð en þess virði að taka mark á þeim, Guð er að blása í lúður til að vekja okkur upp, bregðunst rétt við því kalli!

Það má líkja þessu á einfaldan hátt við dauða hafið, það rennur vatn í það en það rennur ekkert úr því og þess vegna þrífst ekkert líf í því. Galeleu vatn er frábrugðið að því leiti að það rennur bæði vatn í það og úr því og þess vegna er það fullt af lífi, fullt af fiski. Þannig er okkar líf, ef við veitum ekki öðrum það sem við höfum fengið hlutdeild í með Guði á einn eða annan hátt þá stöðnum við á göngunni með Guði og líf okkar verður innihald laust, en ef við miðlum öðrum af því sem Guð hefur veitt okkur þá kemur velþóknun Guðs yfir okkar líf. Það ekki bara flæðir inn í okkar líf heldur einnig frá okkur stöðuglega til annara, við stöðuglega gefum af okkur og fáum þá meira frá Guði. Ég hef fengið að reyna þetta á stórkostlegan hátt og ég hvet ykkur  til að reyna það sama. Það segir í Ljóðaljóðunum hann kyssir mig kossi munns síns og er þar verið að vísa til kærleika Guðs inn í okkar líf er hann snertir okkur með orði sannleikans fyrir sinn Heilagan Anda. Við eignumst þennan koss brúðguma sálar okkar er við segjum öðrum frá og þá fá aðrir það tækifæri að snertast af kærleika Guðs.

Rómverjabréfið 10 kafli frá og með 6 versi, þar segir;
En réttlætið af trúnni mælir þannig: Seg þú ekki í hjarta þínu: Hver mun fara upp í himininn? það er: til að sækja Krist ofan,
7eða: Hver mun stíga niður í undirdjúpið? það er: til að sækja Krist upp frá dauðum.
8Hvað segir það svo? Nálægt þér er orðið, í munni þínum og í hjarta þínu. Það er: Orð trúarinnar, sem vér prédikum.
9Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða.
10Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis.
11Ritningin segir: Hver sem trúir á hann, mun ekki til skammar verða.
12"Ekki er munur á Gyðingi og grískum manni, því að hinn sami er Drottinn allra, fullríkur fyrir alla þá sem ákalla hann;"
13því að hver sem ákallar nafn Drottins, mun hólpinn verða.
14En hvernig eiga þeir að ákalla þann, sem þeir trúa ekki á? Og hvernig eiga þeir að trúa á þann, sem þeir hafa ekki heyrt um? Og hvernig eiga þeir að heyra, án þess að einhver prédiki?
15Og hver getur prédikað, nema hann sé sendur? Svo er og ritað: Hversu fagurt er fótatak þeirra, sem færa fagnaðarboðin góðu.

16En þeir hlýddu ekki allir fagnaðarerindinu. Jesaja segir: Drottinn, hver trúði því, sem vér boðuðum?
17Svo kemur þá trúin af boðuninni, en boðunin byggist á orði Krists.
18En ég spyr: Hafa þeir ekki heyrt? Jú, vissulega, raust þeirra hefur borist út um alla jörðina og orð þeirra til endimarka heimsbyggðarinnar.

Ég hvet þig hlustandi góður að taka mark á þessum orðum, sem eru ekki mín orð heldur orð Guðs og segja öðrum frá. Þá mun líf þitt gjör breytast til hins betra. Ertu á stað þar sem þú finnst þú hafa misst það sem þú hafðir í Guði, eins og þú hafir þornað upp og misst kraftinn og ferskleikan í Guði? Ef svo er segðu þá öðrum frá því að Jesús er raunverulegur og þú munt eignast nýja ferska reynslu með Guði.

Kannski ert þú hlustandi góður á þeim stað að þú hefur ekki eignast þessa fullvissu fyrir því að Jesús sé sá sem hann segist vera í sínu orði biblíunni? Ef svo er þá hvet ég þig til þess að staldra við eina stund til þess að kanna málið, gefðu þessu tækifæri. Gefðu Guði tækifæri á þessu augnabliki, opnaðu hjarta þitt og hleyptu honum inn með því að segja; Jesús ef þú ert raunverulegur þá vil ég gefa þér tækifæri á því að sýna mér það í dag komdu inn í líf mitt með kærleika þinn, fyrirgefðu mér syndir mínar og frelsaðu mig. Er þú opnar líf þitt á þennan hátt þá munt þú fá að reyna þau orð sem ég hef verið að tala til þín, þú munt komast að því að Jesús er raunverulegur og að hann elskar þig nákvæmlega eins og þú ert og hann hefur sannan tilgang með líf þitt. Fyrirætlun til heilla en ekki óhamingju að veita þér vona ríka framtíð. Ég vildi bara gefa þér tækifæri til þess að eignast samfélag við Jesús Krist áður en ég held áfram með þessa hvatningu mína. Efesusarbréfið 1:17-23 Ég bið þess að Guð opinberist þér, ég bið Guð Drottins vors Jesú Krists, föður dýrðarinnar, að gefa þér anda speki og opinberunar, svo að þú fáir þekkt hann.
18Ég bið hann að upplýsa sálarsjón yðar, svo að þér skiljið, hver sú von er, sem hann hefur kallað oss til, hver ríkdómur hans dýrlegu arfleifðar er, sem hann ætlar oss meðal hinna heilögu,
19og hver hinn yfirgnæfandi máttur hans við oss, sem trúum. En þetta er sami áhrifamikli, kröftugi mátturinn,
20sem hann lét koma fram í Kristi, er hann vakti hann frá dauðum og lét hann setjast sér til hægri handar í himinhæðum,
21ofar hverri tign og valdi og mætti, ofar öllum herradómi og sérhverju nafni, sem nefnt er, ekki aðeins í þessari veröld, heldur og í hinni komandi.
22Allt hefur hann lagt undir fætur honum og gefið hann kirkjunni sem höfuðið yfir öllu.
23En kirkjan er líkami hans og fyllist af honum, sem sjálfur fyllir allt í öllu. Amen.

Núna vil ég beina orðum mínum til þín á ný sem ert að hlusta, þú sem hefur snerst af Guði, þú sem hefur eignast þessa fullvissu fyrir því að Jesús er sá sem hann segist vera. En þú hefur svona eins og ekki tekið þau skref að opna munninn til að segja öðrum frá því að Guð sé raunverulegur í Kristi Jesús. Þú finnur þennan ótta og jafnvel vanmátt að taka þessi skref, við þig vil ég segja það að eina leiðin til að losna frá slíku er að stíga þessi skref og þá munt þú líka finna velþóknun Guðs föður koma yfir þitt líf alveg eins og er hann kom yfir Jesús og sagði; þessi er minn elskaði sonur sem ég hef velþóknun á.

Ég veit og geri mér grein fyrir að við vinnum okkur ekki inn velþóknun Guðs með verkum okkar því að Guð elskar okkur nákvæmlega eins og við erum í Jesú Kristi en þetta er samt sem áður leyndardómur sem þú munt ekki fá að upplifa, SEM MUN EKKI UPPLJÚKAST FYRIR ÞÉR nema á þennan eina hátt að þú kannist við Krist frammi fyrir mönnum og segir öðrum frá.
það segir í orðinu að ef við könnumst ekki við Jesús frammi fyrir mönnum, þá mun hann ekki kannast við okkur frammi fyrir föður sínum á himnum. Þung orð en einnig mjög blessuð ef að við könnumst við Jesú Krist frammi fyrir mönnum. Svo margir glíma við ótta við það hvernig fólk bregst við því er við játum Jesú Krist frammi fyrir öðrum, en ég segi við þig í dag að ég hef reynt það sjálfur að maður frelsast frá þessum ótta er maður opnar munninn og segir öðrum frá. Guð gaf okkur ekki anda hugleysis, heldur anda máttar, kærleiks og stillingar.

Jeremía 1:17-19
En gyrð þú lendar þínar, statt upp og tala til þeirra allt, sem ég býð þér. Vertu ekki hræddur við þá, til þess að ég gjöri þig ekki hræddan frammi fyrir þeim.
18Sjá, ég gjöri þig í dag að rammbyggðri borg og að járnsúlu og að eirveggjum gegn öllu landinu, gegn Júdakonungunum, gegn höfðingjum þess, gegn prestum þess og gegn öllum landslýðnum,
19og þótt þeir berjist gegn þér, þá munu þeir eigi fá yfirstigið þig, því að ég er með þér til þess að frelsa þig Drottinn segir það.

Vá þetta er svo magnað, þetta eru svo blessuð orð og þau segja það sem segja þarf þessu varðandi!

Og  1. Pétursbréf 4:12-14 segir;
Þér elskaðir, látið yður eigi undra eldraunina, sem yfir yður er komin yður til reynslu, eins og yður hendi eitthvað kynlegt.
13Gleðjist heldur er þér takið þátt í píslum Krists, til þess að þér einnig megið gleðjast miklum fögnuði við opinberun dýrðar hans.
14Sælir eruð þér, er þér eruð smánaðir vegna nafns Krists, því að andi dýrðarinnar, andi Guðs hvílir þá yfir yður.
15Enginn yðar líði sem manndrápari, þjófur eða illvirki eða fyrir að hlutast til um það, er öðrum kemur við.
16En ef hann líður sem kristinn maður, þá fyrirverði hann sig ekki, heldur gjöri Guð vegsamlegan með þessu nafni.

Í okkar mannlega eðli er þessi ótti við það hvernig fólk tekur okkur og því er við segjum öðrum frá, ótti við höfnun og aðkast. Það er svo magnað og blessað að er við förum í gegnum það eins og segir í þessum versum að þá tökum við þátt í píslum Krist og að við fáum þá gleði sem er fólgin samhliða því og andi dýrðarinnar kemur yfir okkur. Þetta er svo magnað að fá að upplifa. Guð opinberast okkur á þessum stað á algjörlega nýjan hátt, orðið opnast fyrir okkur á nýjan hátt því jú Kristur er hið lifandi orð. Og ekki bara það, dýrð Guðs kemur yfir okkar líf. Heyrðir þú hvað ég sagði, þú færð að smakka á dýrð Guðs og líf þitt verður ekki hið sama og áður. Hann gaf okkur ekki anda hugleisis heldur anda máttar, kærleiks og stillingar. Viltu upplifa þetta? Þjónaðu þá inn í líf annara á þann hátt sem þú einn getur gert.

Ég get sagt þér að fólk er mun opnara núna hérna heima en áður að hlusta á orð Guðs og þiggja fyrirbæn eftir að efnahags þrengingarnar urðu og allt er í óvissu. Fólk þarf á því að halda að við segjum öðrum frá og þjónum inn í líf þeirra. Það eru svo margir sem eiga erfitt og margir hafa jafnvel tekið líf sitt. Við þig sem átt erfitt og þú hefur verið að glíma við sjálfsmorðs hugsanir segi ég það er engin lausn fólgin í því að taka sitt eigið líf, lausnin er í Jesú Kristi, ákallaðu Jesú nafn og þú munt frelsast.

Það er orðið stutt eftir og Guð er að vinna hratt verk og hann þarf verkamenn til að taka inn uppskeruna áður en hann kemur aftur. Ég hvet þig hlustandi góður rístu upp og taktu stöðu þína í Jesú Kristi og þú munt fá að upplifa stórmerki Guðs í þínu lífi og annara.

Það er sigur fyrir orð vitnisburðarins og fyrir blóð lambsins. Þegar við segjum öðrum frá þá opnar það dyrnar að Guð geti starfað eins og hann þráir í lífum annara, þú ert verkfæri í höndum Guðs. Guð getur og ætlar að nota þig en það er undir þér einum komið, tími þess að bíða eftir því að gera vilja Guðs er liðinn, akrarnir eru hvítir til uppskeru.
Er þú segir öðrum frá þá rýmkar það um að fólk læknist og leysist, það þurfa ekki að vera mörg orð, þú getur til dæmis boðið fólki að biðja fyrir því sem er mun áhrifa ríkara en að leitast við að sannfæra fólk með orðum. Er þú biður fyrir fólki þá muntu komast að því að Guð snertir þá fólk á stórkostlegan hátt ekki vegna þess að þú orðaðir bænina svo vel eða að þú sért eitthvað, nei einungis vegna þess að þú baðst fyrir viðkomandi og það skiptir þá engu máli hvernig þú finnur þig heldur að þú baðst og Guð snerti. Er við vitnum og biðjum fyrir fólki þá snertir Guð, þá mætir Guð á svæðið langt fram yfir okkar væntingar og trú. Ég hef séð ótrúlega hluti gerast og fengið að upplifa ótrúlega hluti þó svo að ég hafi fundið mig í miklum veikleika við að stíga fram að tala orð Guðs og biðja fyrir fólki. Ég hef núna til dæmis beðið fyrir hátt í 1.000 manns sem hafa læknast og upplifað kraftaverk og snerst af Guði og endurleyst frá synd og djöflum. Ég er að tala um alvöru kraftaverk og lausn frá myrkri. Ég hef séð mállausa fá mál og heyrnarlausa fá heyrn og sjónlausa fá sjón og lamaða fá kraft í útlimi. Ég fór til Úganda 2007 og þar báðum við fyrir hátt í 200 manns sem læknuðust og áramótin 2009-2010 þá var ég á Indlandi og ég bað fyrir hátt í 500 manns sem læknuðust þar. Guð sagði við mig að ég ætti að stíga út á þetta sama hérna að biðja fyrir sjúkum andlega og líkamlega og hann myndi snerta og sanna sig, en ég þyrfti að hafa meira fyrir því, ég þyrfti að berjast meira fyrir því. Ég er búinn að hlýða Guði þessu varðandi og fjölmargir hafa snerst og læknast. Ég byrja fyrst að segja fólki frá því að Jesús sé raunverulegur og segi síðan frá öllum lækningunum sem ég hef orðið vitni að og svo bíð ég fólki fyrirbæn og nær undantekningarlaust þá læknast fólk eða snertist. Þegar  við segjum fólki frá lækningum og hvað Guð hefur gert þá skapar það og leysir fram það að slíkt hið sama gerist hjá öðrum. Guð er alltaf trúr orði sínu og starfar samkvæmt því en það er okkar að leysa það fram. Ég bað til dæmis fyrir tveimur mönnum í byrjun mars sem voru með bakverki og anna fótinn styttri en hinn og fæturnir lengdust á báðum mönnunum og þeir læknuðust. Þetta hefur ekkert með okkur að gera heldur hver Guð er. Ég hvet þig til að rísa upp og starfa fyrir Guð því að þetta er rétt byrjunin á því sem Guð á eftir að gera og hann ætlar að nota fáa eða marga, það er bara undir okkur komið að bregðast við þessu kalli eða ekki.

Að lokum mundu eftir Davíð hvernig hann fór af stað og felldi risan Golíat. Golíat hafði haldið Ísraels þjóðinni í ótta og kúgun, engin þorði að stíga fram og berjast við hann og vandamálið virtist alltaf verða stærra og stærra. Þetta ástand er ríkjandi á Íslandi í dag, fólk er að bíða eftir því að Guð geri eitthvað, sá tími að bíða er liðinn, við þurfum að rísa upp í Jesú nafni eins og Davíð og gefa út yfirlýsingu í anda heiminn eins og Davíð gerði og segja ég kem í gegn þér í Jesú nafni, ég stíg fram í Jesú nafni og við munum sjá risana falla, undur og stórmerki gerast.
Við förum af stað eins og Gídeon, nákvæmlega eins og við upplifum okkur hverju sinni, lítil og smá en er við bregðumst við kalli Guðs þá segir Guð við okkur; þú hrausta hetja far þú í þessum styrkleika þínum, ég er með þér. Er við gerum það þá munum sjá Guð gjöra máttuga hluti alveg eins og hann gerði fyrir hendur Gídeons og alla hina. Jú þeir voru bara menn eins og við.


Drottinn blessi þig í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur að gjöra í Jesú blessaða nafni, amen.Til komi þitt ríki, verði þinn vilji á jörðu sem á himni

Flettingar í dag: 14
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 49
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 262187
Samtals gestir: 53215
Tölur uppfærðar: 22.5.2019 04:38:16